Gripla - 01.01.2000, Page 230
228
GRIPLA
ir því að þættimir séu innskot afritara.2 Indreb0 tekur fram að hann telji Fmm-
Morkinskinnu ágætt verk (1928:179): „Morkinskinna-meisteren — original-
forfattaren — hev vore ein större forfattar enn han jamleg fær ære for.“ Að
því meistaraverki megi komast með því að hreinsa burt það sem afritarar hafi
aukið við og viðbætumar þekkist á því að þær skapi mótsagnir, t.d. í mann-
lýsingu Haralds harðráða.
Arin 1928-1932 kom út ný útgáfa Finns Jónssonar á Morkinskinnu þar
sem hann gekk lengra en Unger hafði gert í að nota yngri hluta Flat-
eyjarbókar til þess að fylla í eyður í Morkinskinnuhandritinu. Sú útgáfa er og
verður væntanlega lengi enn höfuðútgáfa Morkinskinnu.3 Skömmu síðar
(1934) kom raunar út ljósprentuð útgáfa Jóns Helgasonar (1899-1986) en
annars hefur verið næsta lítill áhugi á að gefa Morkinskinnu út. í formála
útgáfu sinnar gerir Finnur grein fyrir sjónarmiðum sínum og gengur lengra
en áður hafði verið gert í að fella dóma um hvað sé upprunalegt í sögunni og
hvað innskot.
Finnur Jónsson fylgir Indrebp í því að tala um „Fmm-Morkinskinnu“ sem
sé öðruvísi en sú sem varðveitt er (1932:ix):
Mk. er i dens nuværende skikkelse ikke den originale. Denne er i
tidens lpb, næppe fprst i den bevarede afskrift, bleven udvidet, inter-
poleret, hvad der kan bevises, ikke blot ved de gentagelser, der findes
(hvorom senere), men ogsá ved andre omstændigheder, hvad vi straks
skal se.4
Hann gerir hins vegar ráð fyrir að sköpun „Frum-Morkinskinnu“ hafi verið
millistig, að baki séu sjálfstæðar sögur einstakra konunga sem hafi verið
skeytt saman af ritstjóra (1932:xl):
Nár man taler om Mk„ som denne er — og selv om man ser bort fra de
indskudte þættir —, er det indlysende, at det er meningslpst, at tale om
eller tænke pá en forfatter-individualitet; der er og má være tale om
flere forfattere, én til den oprindelige Magnus-Haraldssaga, vistnok
mere end én til sagaeme om tiden 1066-1130, og sá Eiríkr. Der kan
2 Ég fjalla nánar um hvemig túlka megi mannlýsingu Haralds harðráða í öðru riti (sjá Ármann
Jakobsson 2000:71-80).
3 Um hugmyndir og vinnuaðferðir Finns fjalla ég betur í öðm riti (Ármann Jakobsson væntanleg).
4 Finnur segir einnig: „Af alt dette fremgár, at Mk. ikke er en tro afskrift, men at den til gmnd
liggende originalsaga er bleven interpoleret (f.eks. fra Ágr. aldeles utvivlsomt) og pá sine
steder en del ændret (f.eks. ved taler). For sá vidt kan man være berettiget til at tale om en
ældre og en yngre Mk.“ (1932:xviii).