Gripla - 01.01.2000, Page 233
UM UPPRUNA MORKINSKINNU
231
Haralds harðráða) þó að sá texti sé að öðru leyti nálægt texta GKS 1009 fol.
Þeir þættir sem vantar eða hefur verið breytt eru Hreiðarsþáttur heimska,
Halldórsþáttur Snorrasonar, Auðunarþáttur vestfirska, Brandsþáttur örva, Is-
lendingsþáttur sögufróða og Sneglu-Hallaþáttur — allir um Islendinga. Finn-
ur hafnar því að þetta stafi af eyðum í forritinu sem notað var við ritun
Flateyjarbókar (1932:ix-x);
Dette kan ikke forklares ved at antage lakuner i det hds., som Flat.-af-
skriveren nyttede. De nævnte afsnit har ikke eksisteret i Flat.s. original
af sagaen, med andre ord: de er senere tilfojede i nuværende Mk. Alle-
rede dette berettiger til at tale om en ældre Mk. og en yngre, eller hvad
der er det samme, en interpoleret Mk.5
Eins og sést á þessum orðum telur Finnur þetta ekki endilega ráða úrslitum
um mat á uppruna sögunnar en það styrki þó þær niðurstöður sem fást megi
með því að kanna mótsagnir og klaufaskap í hinni varðveittu Morkinskinnu.
Finnur lést skömmu síðar en ungur fræðimaður, Bjami Aðalbjamarson
(1908-1953), setti um líkt leyti fram hugmyndir sem samþættu margt í kenn-
ingum Finns og Indrebps. Þannig fellst hann á kenningu Indrebps um áhrif
Morkinskinnu á Fagurskinnu en er ósammála því að texti Fagurskinnu
standi yfirleitt nær Frum-Morkinskinnu en texti Morkinskinnu. Með saman-
burði sýnir hann fram á að texta Morkinskinnu og Heimskringlu beri oft sam-
an gegn Fagurskinnu en getur þó fallist á að í öðrum tilvikum sýni Fagur-
skinna og Heimskringla „upprunalegri“ texta. Niðurstaða hans er „at Msk. og
Fsk. vekselvis viker av fra den eldste Msk.'s tekst“ (1937:172—173).6
Þó að Bjami fallist á hugmynd Indrebps um Frum-Morkinskinnu (talar um
„originalen") vill hann leita lengra og fjallar lengi um heimildir hennar,
Hryggjarstykki, Knútssögu, Jarlasögur og Hákonarsögu Ivarssonar. Auk þess
gerir hann ráð fyrir sögum einstakra konunga („spesialsagaer") eins og Finnur
en telur þó ekki ástæðu til að gera ráð fyrir sjálfstæðri sögu hvers einasta kon-
ungs og fer raunar almennt bil beggja (1937:151-72).7 Bjami leggur lítið upp úr
þeim málfarslegu og bókmenntasögulegu rökum sem Finnur Jónsson taldi vera
fyrir þessum sögum heldur séu bestu rökin „komposisjonsfeil som kunde op-
5 Sjá einnig Finnur Jónsson 1927:185-89.
6 Síðar færist Bjarni nær hugmyndum Indrebds þegar hann segir um Frum-Morkinskinnu
(1951 :v): „Mun Fsk. að sumu leyti vera beztur fulltrúi þeirrar bókar, en hefir ekki að geyma
nándar nærri allt efni hennar."
7 í formála að Heimskringlu sést þetta enn betur. Þar segir Bjami (1941 :xvii): „Má hvort
tveggja vera, að verk höfundarins hafi verið í því fólgið, að steypa saman eldri sögum, og
hitt, að hann hafi frumsamið eftir sögnum og vísum.“