Gripla - 01.01.2000, Page 234
232
GRIPLA
fattes som arr efter sammenf0iningen av de særskilte sagaer“ (1937:169) og að-
hyllist sama grundvallarviðmið og bæði Finnur og Indrebo því að það sem hann
kallar „komposisjonsfeil'1 eru endurtekningar, órökvísi, klunnaskapur, smekk-
leysi og mótsagnir sem einnig léku lykilhlutverk í rökfærslu þeirra.
Bjami fjallar nokkuð um stöðu þáttanna og nefnir sextán þætti sem hann
telur að hafi verið sjálfstæð heild áður en þeir voru teknir í Morkinskinnu.
Leiðin til að finna þá er í anda Finns og Indrebps. Þannig telur Bjami endur-
tekningar á því sem áður hafi komið fram vitnisburð um að þáttur hafi verið
til sem sjálfstæð heild. Bjami telur að sumir þættir hafi ótvírætt ekki verið í
Fmm-Morkinskinnu, til að mynda þeir sem Finnur hafði bent á að væru ekki
eða í talsvert breyttri mynd í Flateyjarbók, en bendir ekki á nýjar leiðir til að
skera úr um það hvaða þættir hafi örugglega ekki verið í Frum-Morkinskinnu
(1937:154-159). Eins og þá var alsiða telur hann þættina gera lítið gagn í
sögunni og brjóta gegn smekkvísi, þeir séu „stykker som pá ingen máte be-
rprer sagaens trád, og som kunde skjæres bort uten á efterlate noen arr"
(1937:157). En hann bendir á að einmitt þeir þættir sem skipti minnstu fyrir
söguna séu ólíklegastir til að hafa verið til sjálfstæðir. Það má því segja að
Bjami fallist á þá niðurstöðu Indrebps og Finns að þættir séu gjaman innskot
en reki þó marga vamagla og telji erfitt að upplýsa málið.
Bjami eyðir mestu rými í þá kafla sem eiga sér hliðstæður í Ágripi og
hann telur lán þaðan. Þar er hann einkum að deila við Kvalén. Bjami telur að
„lánin“ séu innskot og rökin eru hin sömu og hjá Indrebp: þessa kafla vantar
í Fagurskinnu. Hann sýnir fram á klunnaskap í þeim sem valdi endurtekning-
um eða mótsögnum. Þar sem endurtekningar og mótsagnir sem einkenni
eftirritara en ekki höfundar eru þetta rök fyrir að „lánin" úr Ágripi séu ekki í
Frum-Morkinskinnu. Aðalrökin eru þó eftir sem áður þau sem Indrebp kom
með, þessir kaflar eru ekki í Fagurskinnu. Bjami er þó ekki að öllu leyti sam-
stíga Indrebp í mati á því hvaða kaflar séu „lán“ úrÁgripi.
Indrebp greip færið í ritdómi um bók Bjama og skýrði hugmyndir sínar
um Morkinskinnu í ýmsum atriðum. Hann taldi Bjama hafa fært góð rök fyrir
því að lánin úr Ágripi væm „sekundære innskot", ekki í Fmm-Morkinskinnu,
en þótti hann of varfærinn og ganga of skammt í að álykta hvað greindi milli
Frum-Morkinskinnu og hinnar varðveittu sögu. En það taldi hann meginverk-
efni rannsókna framtíðarinnar (1939:63-64):
interpolasjonane ... hev gjort boki til ei urydjug röys, og det er ei for-
vitneleg uppgáve, og ei viktug uppgáve for granskingi av den norröne
kongesoga, á fá skilt ut dette sekundære, so me kunde koma inn til den
upphavlege kjemen i verket, — inn til det som me kann kalla Eldste
Mork.