Gripla - 01.01.2000, Page 240
238
GRIPLA
14) þótti Hreiðarsþáttur vera sérstakur að stfl. Það útilokar ekki að hann hafi
verið í Frum-Morkinskinnu. Peter Hallberg (1979) benti á að notkun sögu-
legrar nútíðar væri minnst í þeim hluta sem byggði á Hryggjarstykki en sá
annars engin skil í því. Þetta bendir til að Morkinskinnuhöfundur hafi notað
eldra efni og ekki alltaf breytt miklu en segir ekki neitt um „innskot“ í
Morkinskinnu eftir 1220. Sextíu árum eftir að Indrebö setti fram athugasemd-
ir sínar um stíl Morkinskinnu kom fram hjá Louis-Jensen (1977:69 nmgr. 12)
að stílrannsóknar á ritinu væri þörf.10
Eftir stendur það sem Bjami Aðalbjamarson kallaði „komposisjonsfeil" í
Morkinskinnu, endurtekningar, órökvísi, klunnaskapur og mótsagnir. Hér hef-
ur komið fram að leit að þess háttar „villum“ í Morkinskinnu hefur verið
meginaðferð fræðimanna til að sýna fram á að eitthvað efni Morkinskinnu
hafi ekki verið í Fmm-Morkinskinnu, hvort sem er Karlsþáttur í upphafi, frá-
sögnin af komu Haralds harðráða til Noregs, frásögnin af andláti Magnúsar
góða, Þingasagan eða „lánin“ úr Agripi — en í tilviki þeirra er raunar einnig
hægt að nota samanburð við Fagurskinnu. Hér er á ferð sama aðferð og notuð
er í textafræði þar sem villur í handriti geta nýst fræðimönnum til að komast
að skyldleika handrita. En slík vinna krefst vitaskuld samanburðartexta sem
ekki er til að dreifa í þessu tilviki, auk þess sem „villumar“ eru allt annars
eðlis. Þó að lýsing atburða brjóti í bág við rökvísi Finns Jónssonar er það ekki
sambærilegt við „skriverfejl" í handritum enda er óvíst að rökvísi 13. aldar
komi alltaf heim við rökvísi fræðimanna á þessari öld.
Eins og komið hefur hér fram er hald manna að þeim köflum sem virðast
vera „lán“ úr Ágripi hafi verið skotið inn síðar en Fagurskinna varð til þar
sem þeir eru ekki í henni. Að vísu kemur fram hjá Indrebp (1917:28, 34-43)
að Ágrip hafi verið notað af Fagurskinnuhöfundi. Þar með er ekki útilokað að
hann hafi af einhverjum ástæðum hlaupið yfir þær klausur þó að ekki hafi
verið gert ráð fyrir því. Nýlega hefur Odd Sandaaker (f. 1923) fjallað um
samband allra þessara sagna. Telur hann að Morkinskinna hafi verið til í nú-
verandi mynd á 3. áratug 13. aldar. í Heimskringlu sé sú gerð sögunnar notuð,
með „innskotum“ úr Ágripi og öllu. Sandaaker (1996) setur fram flókið
10 Hún segir um þættina: „endelig er det ikke udelukket at der kan pávises stilistiske forskelle
mellem de enkelte þættir og grundstammen i værket“ (69). Raunar má velta fyrir sér hvort
slík tilbrigði í stíl dugi til að sanna að þáttur í verki sé eftir annan höfund en afgangur verks-
ins. Þróaðar hafa verið aðferðir til að skera úr um hvort tveir eða fleiri textar séu eftir sama
höfund. Meginatriðið er þá að átta sig á því hvaða stílmörk skipti máli. Bent hefur verið á að
á mismunandi tegundum frásagna geti verið meiri stílmunur en á textum tveggja höfunda og
ekki sé hægt að nýtast við t.d. notkun sögulegrar nútíðar þar sem eðli og umfjöllunarefni texta
hafi þar meiri áhrif á en hver höfundurinn sé. Eins þykir hæpið að klippa einn texta, eins og
Morkinskinnu, niður í búta og bera þá saman þar sem oft getur miklu munað á upphafi, miðju
og anda sama verks þó að höfundur sé einn (Morton 1978:23-28, 95-107 o.v.).