Gripla - 01.01.2000, Side 277
EDDURIT JÓNS LÆRÐA
275
legur í uppskriftum og tilvitnunum; að vísu vitnar hann oftar en Magnús í
bækur eftir óáreiðanlegu minni. Sýnt er í þessu riti að viðhorf Jóns til foms
átrúnaðar er alveg kristið, og að hann sneiðir hjá því að taka undir innlent og
heiðið hugarástand sumra heimilda sinna. Hann hefur líka sérstakan, jafnvel
vísindalegan, áhuga á að bera saman norræna goðafræði og Gamla testament-
ið og foma grísk-rómverska goðafræði (sbr. bls. 43—44: „alls staðar í lausu
máli er hann að tengja efni Eddu við Trójumenn og kristni"). Engin ástæða er
til að álíta að Jón hafi verið hjátrúarfyllri eða trúgjamari en flestir samtíma-
menn hans. Jafnvel má geta þess til að áhugi hans á hjátrú og annarri þjóðfræði
hafi vaknað út af beiðni og fyrirspumum frá klerklegum velgerðamanni, og að
viðhorf hans til slíkra efna hafi því fremur verið vísindalegs eðlis en sprottin af
eigin áhuga. Hann var heldur óheppinn með þetta. Vegna þess að hann var svo
gjam að svara spumingum um slfk efni varð hann eins konar sérfræðingur í
þjóðfræði, þannig að margir hafa haft tilhneigingu til að eigna honum alls
konar rit eftir ónafngreinda höfunda, og hefur það síst aukið hróður hans.
Einn gagnlegasti þátturinn í þessu riti varðar feðmn bóka. Mörg seytjándu
aldar rit em varðveitt í handritum án þess að höfundur sé tilgreindur, og mörg em
eignuð mismunandi höfundum. Til dæmis hafa ýmsir fræðimenn eignað Bimi á
Skarðsá bæði ritin í þessari útgáfu. Það hefur verið mjög erfitt fyrir þá sem rann-
saka handrit að skilja hvaða rit em í tilteknum handritum og hver sé höfundur,
því að handritaskrár em mjög ótraustar um þessi efni. Nú hefur doktorsefni at-
hugað mörg seytjándu aldar rit í handritum og komist að ömggum niðurstöðum
um höfunda og tímasetningu, og ég held að rök hans séu nú óhrekjandi. Enginn
getur nú efast um að Jón lærði sé höfundur þessara tveggja rita; ennfremur er í
öðmm kafla gerð endanleg grein fyrir öllum öðmm ritum, sem Jóni hafa verið
eignuð, og öllum ritstörfum hans. I fyrsta kafla er fjallað um fræðirit seytjándu
aldar á Islandi, og góð grein er gerð fyrir margs konar ritstörfum íslendinga á
þeim tíma og afstöðu fræðimanna til íslenskra fomfræða og foms Þessi hluti
verksins mun lengi verða leiðbeiningar- og undirstöðurit handa þeim sem hafa
áhuga á bókmenntum og fræðiritum endurreisnartímans á íslandi.
I ritinu er fjallað um auknefni Jóns lærða. Stundum hafa fræðimenn hugs-
að sér að ólærðir almúgamenn, sem hrifnir voru af lærdómi hans, hafi gefið
honum nafnið, þar sem hann skráði á bækur á móðurmálinu ýmislegt efni
sem áður var aðeins til í munnmælum. En í þessu riti hefur doktorsefni sýnt
að ýmsir klerkar litu einnig á hann sem lærðan mann (bls. 82,90, 130). Þó er
það einkennilegt þar sem orðið lærður samsvarar venjulega litteratus eða
grammaticus, og er notað um latínulærða menn eins og Amgrím Jónsson.
Mér dettur í hug að auknefni eða rangnefni Jóns hafi fyrst verið notað í háði
af fjandmönnum hans, sem voru margir, og að síðar hafi það orðið virðingar-
nafn hans, eins og stundum verður með uppnefni. Þó verður að viðurkenna að