Gripla - 01.01.2000, Page 278
276
GRIPLA
orðið er stundum notað um galdrakunnáttu, og fyrir koma dæmi um notkun
orðsins í þeirri merkingu, en þau eru að vísu öll eftir tíma Jóns.
Rækileg grein er gerð fyrir heimildum, bæði þeirra tveggja rita sem prent-
uð eru í bókinni og einnig annarra rita Jóns. Flest er að sjálfsögðu úr íslensk-
um miðaldabókum, en stundum er vitnað í útlendar bækur, einkum þýskar.
Stundum er erfitt að skilja við hvaða bók er átt þar sem tilvitnanir eru mjög
ónákvæmar, eins og títt var á þessum tíma. Þegar doktorsefni hefur fært sam-
an svo mikil fræði á svo stóra bók, má það sýnast dónalegt að kvarta um að
hann hefði stundum mátt ganga nokkru lengra í leit að slíkum heimildum. En
sjálfur viðurkennir hann að stundum hafi honum láðst að fara eins langt og
hægt var. Víst er ég sammála því að ekki hafi það verið skylda hans að fara að
leita að steininum í Bjamarey sem á að vera með áletrun eftir Jón (sjá bls. 84-
85). En á bls. 65 er fjallað um „stóra grasabók, sem prentuð var í Frankfurt
am Main ... nú ætti að vera auðveldara að reyna að finna við hvaða grasabók
er átt, fyrst útgáfustaðurinn er kunnur“. Til er skrá yfir fomar prentaðar bækur
í bókasafni í Wolfenbiittel (Herzog August Bibliothek Wolfenbúttel. Verzeich-
nis medizinischer und naturwissenschaftlicher Drucke 1472-1830, 8, 1978).
Þar er skráð ríflega tylft rita um grös og jurtir, sem prentuð voru í Frankfurt á
sextándu öld, og sum þeirra eru á þýsku. Ennfremur er sennilegt að átt sé við
sömu bók og hér er vitnað í á bls. 247 sem „Um nockrar Grasa Nattúrur, af D.
Alberto“; trúlega er þetta Albertus Magnus De virtutibus herbarum sem
prentuð var í Frankfurt á þýsku sautján sinnum milli 1531 og 1592 (sjá Ver-
zeichnis der im deutschen Sprachbereich erschienenen Drucke des XVI.
Jahrhunderts, Abteilung 1, vol. 1, 1983:195-199). Nú er einnig hægt að leita
víðar að bók sem prentuð var í Lúbeck og talað er um á bls. 334, þó að ekki
hafi mér tekist að finna hana. Ekki gat ég heldur fundið neina bók eftir
Johannes Herolt aðra en þær sem eru á latínu (sjá bls. 347; vitnað í af Jóni
lærða í Samantektum bls. 53.25), en vissulega væri betra að leita í þýskum
söfnum heldur en í Library of Congress. Þó að það sé rétt sem sagt er á bls.
398, að erlend rit „hafa ekki skipt verulegu máli fyrir efni Smt\ munu þau
samt hafa verið þýðingarmikill þáttur í menntun Jóns yfirleitt, og það varpar
miklu ljósi á mynd mannsins að vita nákvæmlega hvaða bækur þetta voru.
Ástæða er til að ætla að ýmislegt í ritum Jóns lærða sé byggt á þjóðsögum
eða munnmælum. Þegar svo er, virðist doktorsefni lítið hafa reynt að athuga
nánar hvaða hliðstæður eða samsvaranir megi finna í þjóðfræðum á íslandi
eða öðrum löndum. Það sem segir um Finna á bls 53.27-54.3 í Samantektum
(sbr. bls. 348 í Inngangi), á sér til dæmis að nokkru leyti samsvörun í Historia
Norvegiæ. Hægt hefði verið að leita í sagnaminnaskrám Stith Thompson, Bo-
berg, og Aame-Thompson að minnum eins og sögu manns sem bjó með sel-
konu og fólki sem sefur allan veturinn (bls. 352-353, 382). Sú fyrri á sam-