Gripla - 01.01.2000, Síða 279
EDDURIT JÓNS LÆRÐA
277
svörun hjá Stith Thompson B81.2.1 (Mermaid has son by human father; sjá
Boberg, sem vitnar í Þiðreks sögu, 1:46,11:63-4, 395) og B651.8. Hitt er hjá
Stith Thompson sem nr. F564.3.1. Sagan í Samantektum 60.14-21, um akkeri
sem kom niður úr lofti, er sögð vera úr Konungskuggsjá, þó að viðurkennt sé
(bls. 363-364) að Jón muni hafa þekkt hana úr munnmælum fremur en af
bók. En leit í sagnaminnaskrám mundi kannski hafa skorið úr um hvort heim-
ild hans var í raun og veru óháð Konungsskuggsjá. Til dæmis eru ‘magic air-
ships’ hjá Stith Thompson, D1118. Á bls. 324 segir að hugmyndin um að
jötnar séu komnir frá Kain, hinum fyrsta manndrápara, sé ályktun Jóns sjálfs,
en sama hugmynd kemur fram í engilsaxnesku kvæði, Bjólfskviðu, og er líka
þekkt úr ritum kirkjufeðra og talin vera ályktun frá fyrstu bók Móse, 6. k.; en
að Kain hafi reist borg eða vígi, sem sagt á bls. 313 að gæti verið orðamunur
úr *0 eða úr óþekktri heimild, er beint úr 4. kafla í fyrstu bók Móse.
Jafnvel þegar samsvörun er að finna í íslenskum fomritum eru tilvitnanir
ekki alltaf fullnægjandi. Til dæmis segir á bls. 339-340 að Sviþjóð hin kalda
eða mikla sé ekki nefnd í Snorra Eddu, og það er rétt, en í Þórsdrápu Eilífs
Guðrúnarsonar, sem er aðeins þekkt úr Skáldskaparmálum, er nefnd Svíþjóð
kólga, og er trúlega hin sama, og bæta hefði mátt við að Svíþjóð hin kalda
eða hin mikla er nefnd nokkrum sinnum í Ynglinga sögu Snorra, í Danasögu
Amgríms Jónssonar og víðar, t.d. í Þorleifs þætti jarlsskálds. Um særinguna
Sator arepo (bls. 393-4) hefði verið gott að vitna í Alfrædi íslensk 111:113.
Bragarhættinum á vísunni á bls. 91.1-9 í Samantektum (sjá bls. 393 í Inn-
gangi) svipar til 77. vísu í Háttatali, þó að hann sé ekki alveg eins, en þar heit-
ir hann hálfhneppt. Þessi háttur, eða afbrigði af honum, finnst allvíða í verk-
um fomskálda. Á bls. 328 er sýnt að Jón lærði notaði árið 1641 handrit sem er
skylt AM 568 4to, kannski forrit þess. Fróðlegt hefði verið að taka fram að
Magnús Ólafsson notaði í orðabók sinni náskylt handrit, kannski það sama,
um 1630 (sjá Anthony Faulkes 1964:79-85).
Ýmsar vísur eftir Jón lærða eru í ritum hans og bæði í þeim og lausu máli
hans koma fyrir sjaldgæf og stundum einkennileg orð, eins og t.d. alfrí og
orðhelgi (í Samantektum 62.11; sjá bls. 310 og 365). Fyrra orðið sýnist vera
eins konar samsvörun orðsins antinomianism (mótsagnarstefna) svipað hug-
mynd Nietzsches í Jenseits von Gut und Böse. Það hefði verið gaman að tína
saman slík orð í ritum Jóns og nota seðlasafn Orðabókar Háskólans til að
skera úr um hvort þau eru nýsmíði hans sjálfs eða koma fyrir annnars staðar.
Einn mikilvægasti þáttur í ritinu er í 6. kafla, þar sem fjallað er um notkun
handrita eddukvæða. Það er nokkum veginn víst að Jón lærði þekkti handrit
eddukvæða sem nú em ekki lengur til, þó að gildi tilvitnanna hans rými mjög
af þeim sökum að alltaf leikur grunur á að hann vitni í texta eftir minni. Til-
vitnanir hans em hvort sem er oft svo ónákvæmar og ótraustar að varla er