Gripla - 01.01.2000, Page 280
278
GRIPLA
hægt að gera sér nokkra hugmynd um heimildir hans í smáatriðum. En
doktorsefni hefur gert nákvæma grein fyrir notkun eddukvæða á fyrsta helm-
ingi seytjándu aldar og hlut Jóns lærða í þróun hugmynda fræðimanna um
Sæmundar Eddu áður en Brynjólfur Sveinsson rakst á Konungsbók. Varla er
hugsanlegt að hægt verði að segja meira um þetta efni en nú hefur verið gert.
Það er bara eitt mikilvægt atriði sem ég get ekki verið doktorsefni sam-
mála um, og þetta varðar það handrit Snorra Eddu sem Jón lærði á að hafa
lagt til grundvallar í Samantektum. Aðeins er hægt að sýna fram á tengsl
handrita af sameiginlegum villum; sameiginlegir leshættir sanna í sjálfu sér
ekki að tiltekið handrit sé runnið frá öðru, af því að þeir geta alltaf verið
komnir frá sameiginlegu forriti. En jafnvel sameiginlegar villur sanna það
ekki heldur nema þær séu margar, af því að skrifarar villast oft á sama veg, þó
að ekki séu tengsl á milli. Og þó að tiltekið handrit sé mjög frábrugðið öðru,
getur það verið runnið frá því ef lesbrigðin koma ekki fyrir annars staðar.
Skrifarar voru alltaf að breyta, og Jón lærði gerði það oftar en aðrir. Og ef
einhver hefur breytt textanum, hvers vegna á það alltaf að hafa verið skrifari
forritsins fremur en skrifari eftirrits? Lesbrigði sýna í sjálfu sér ekki að skrif-
ari hafi notað annað forrit nema villur séu sameiginlegar öðru handriti. Marg-
ir mundu segja að stundum sé hægt að sanna að tiltekið handrit sé ekki eftirrit
tiltekins handrits en aldrei að tiltekið handrit sé beint eftirrit annars.
í þessu sambandi má nefna það að sum lesbrigði á bls. 268 í þessari út-
gáfu styðja ekki ættarskrá handrita á sömu blaðsíðu. Einnig má nefna að
aldrei má draga ályktanir af sameiginlegum úrfellingum, eins og gert er á
ýmsum stöðum í þeim kafla, þar sem úrfellingar þurfa ekki að stafa frá forriti.
Til eru þrjú aðalhandrit af Snorra Eddu frá miðöldum, Konungsbók,
Ormsbók og Uppsalabók. Texti Jóns lærða í Samantektum hefur sameigin-
lega leshætti með öllum þremur, stundum í sömu grein. Þannig er víst að texti
hans er ekki runninn frá einu einstöku skinnhandriti. Þar sem ómögulegt er að
hann hafi haft aðgang að öllum skinnhandritunum þremur þegar hann var að
skrifa Samantektir, sýnist mér augljóst að hann hafí annaðhvort notað handrit
með blönduðum texta runnum frá þessum skinnhandritum, eða að hann hafi
notað eftirrit af skinnhandritunum; þó má vel vera að stundum hafi hann tekið
upp leshætti úr einu eða öðru handriti eftir minni. (Hann hafði áður fyrr skrif-
að beint eftirrit Uppsalabókar.) Víst má vera að önnur skinnhandrit hafi verið
til, óháð þeim þremur sem áður voru greind; eitt var forrit Trektarbókar, sem
var skrifuð um 1595 á Vestfjörðum. Texti þess var mjög svipaður texta Kon-
ungsbókar en stundum líkari Ormsbók. En óhugsandi er að til hafi verið
skinnhandrit óháð öðrum með texta sem var stundum sameiginlegur Kon-
ungsbók og Ormsbók, en stundum Uppsalabók, þar sem hin síðast talda er
svo frábrugðin öðrum handritum að sennilegast er að hún stafi frá öðru eigin-