Gripla - 01.01.2000, Síða 282
280
GRIPLA
alvöru. Doktorsefni veit miklu meira um texta Samantekta en ég, svo að ekki
sé minnst á skilning hans á ritverkum seytjándu aldar yfírleitt og vitneskju um
skrifara og samband handrita á þessum tíma. Ég held að skýring hans á texta
N (bls. 207) sé miklu betri og sennilegri en mín, þó að báðar séu ágiskanir
sem verða hvorki sannaðar né afsannaðar. En ég held að hann hafi eitthvað
misskilið það sem ég átti við í Griplu (Faulkes 1979b). Fyrsta blað vantar í
Konungsbók Snorra Eddu, en ég hugsaði mér að kannski væru til pappírs-
handrit runnin frá týnda blaðinu sem mætti nota til að endurgera það sem
vantar, eins og Jón Helgason sýndi í Nordælu (1956:110-148) að væri hægt
með texta Egils sögu sem vantar í Möðruvallabók og Wolfenbiittelbók. Eitt
þeirra pappírshandrita sem ég notaði var texti Samantekta. Nú er hvort
tveggja, að ekki er hægt að sanna að tiltekin pappírshandrit séu runnin ein-
göngu frá tilteknu skinnhandriti, sérstaklega ef það er týnt; enda er aldrei
hægt að sanna að leshættir í slíkum handritum stafi frá frumriti. Ég hélt að
það ntundi vera augljóst að tilraun mín hafði þar mistekist. Eins og oftar,
reyndist það hættulegt að benda of gætilega á eitthvað eða nota kímni í fræði-
riti án þess að láta skýrt í ljós hvað maður eigi við.
Jón lærði talar sjálfur um að hann hafi haft fleiri en eitt handrit Snorra
Eddu milli handa, þó að hann hafi sum þeirra ekki lengur hjá sér. Oftast nefn-
ir hann slík handrit til að benda á að oft hafi vantað í þau, svo að það er aug-
ljóst að hann notaði ýmis handrit aðallega til að hafa sem fyllstan texta. Þann-
ig koma fyrir orðin „sumar Eddr“ 20.13, „i þeÍRÍ stæRÍ Eddu“ 37.18-19,
„smaeddu" 51.19; „Jeg hefi ecki til Þa stærri um sinn“ 71.4; sbr. 81.4-5.
Hann hafði sjálfur skrifað upp Uppsalabók löngu fyrr, handrit það er nú í Ox-
ford, og þó að hann hafi hvorki haft forritið né þetta eftirrit hjá sér þegar hann
skrifaði Samantektir, má vel vera að hann hafi gert aðra uppskrift fyrir eigin
afnot, eða kannski útdrætti handa sjálfum sér. Hann vitnar í eitt handrit sem
hann hafi séð í ungdómi sínum, og orðin „fullri Eddu“ þar (91.11) sýnast eiga
við Uppsalabók eða uppskrift hennar, og vel má vera að hann hafi munað eft-
ir ýmsu í þeirri bók og öðrum (sbr. „Her um segia margar Eddr“ 74.10), þótt
varla geti allir leshættir í Eddu hans, sem stafa frá Uppsalabók, verið settir inn
eftir minni. En ótrúlegt er að nokkurt efni í slíkum handritum, sem hann hafði
séð og ekki var úr varðveittum skinnhandritum, sé úr óháðu miðaldahandriti.
Slík efni í Eddu hans eru bara uppspuni seinni skrifara. Sbr. 299, 393.
Til eru aðrar uppskriftir Snorra Eddu frá seytjándu eða átjándu öld sem
hafa blandaða texta, þó að ekki sé hægt að sýna að Jón lærði hafi þekkt neitt
þeirra. Magnús Olafsson í Laufási notaði aðallega Ormsbók, en hafði að
minnsta kosti eitt annað handrit sem hann tók ýmislegt efni úr. En seinni
skrifarar, sem gerðu uppskriftir eftir Eddu hans, bæta við efni úr öðrum hand-
ritum eða breyta texta hans eftir þeim á ýmsum stöðum, eins og sést í útgáfu