Gripla - 01.01.2000, Page 283
EDDURIT JÓNS LÆRÐA
281
Resens. Svo kölluð Hraundalsedda hefur texta sumpart úr Konungsbók eða
Ormsbók en sumpart úr Uppsalabók, alveg eins og Samantektir, þó að ég telji
ekki að þessar gerðir séu skyldar. Sama er að segja um Svefneyjaeddu sem er
tengd Eggert Ólafssyni frá Svefneyjum. Þar er efni úr öllum þremur skinn-
handritum og einnig sitthvað úr Laufás Eddu og útgáfu Resens og öðrum
heimildum. Þá er Codex Sparfvenfeldianus sem sennilega var skrifað fyrir
Þorlák biskup Skúlason 1641 og hefur texta blandaðan úr Konungsbók og
Uppsalabók og sumt úr Laufás Eddu (fjallað er um allar þessar eddugerðir í
Faulkes 1979a, Introduction). Langsennilegast er að allir þessir blönduðu
textar, þar á meðal Edda Jóns lærða, séu orðnir til á sama hátt. Þeir eru settir
saman af skrifurum sem höfðu aðgang að skinnhandritunum sem enn eru til,
eða öllu heldur að eftirritum þeirra, sem eru mörg, og tóku úr hverju handriti
það sem þeim sýndist, sérstaklega það sem eitt handrit hafði fram yfir hin, en
skrifuðu oft frjálslega upp og notuðu eigin orðaforða eða skýringar þegar
frumritin þóttu illskiljanleg. Eins og sagt hefur verið áður, er aldrei hægt að
sanna að slíkir textar hafi einnig efni úr týndum miðaldahandritum; og aldrei
er hægt að afsanna það heldur.
Um frágang texta í útgáfunni vil ég segja að hann er unninn af mestu ná-
kvæmni og umhyggju. Aðeins er tvennt sem ég vil vekja athygli á. Utgefand-
inn hefur kosið að reyna „að hafa stóra stafi og litla í samræmi við það sem er
í handritinu" nema að stórir stafír eru alltaf notaðir fyrir sémöfn (sjá bls. 190-
191). Þegar ég var að búa Eddu Magnúsar Ólafssonar til prentunar fyrir
Stofnun Áma Magnússonar, vildi ég gera þetta líka, og svo varð það í fyrstu
próförk. Þá var mér sagt að það væri vitlaust að hafa stóra stafí og litla alveg
af handahófi eins og var í handritum, þó að farið væri eftir eiginhandarriti
höfundarins, og að það yrði að hafa einhverja reglu. Svo varð ég að breyta
öllu í próförkinni. En í Samantektum er farið eftir ýmsum handritum, en
aldrei eiginhandarriti, og það er eins og á öllum handritum, að oftast er óvíst
hvort ritarinn hefur viljað skrifa stóran staf eða lítinn. Nú finnst mér að stofn-
unin ætti að athuga stefnu sína aftur og íhuga hvaða gagn er í því að prenta
texta svo nærri stafsetningu og greinarmerkjasetningu seinni alda skrifara, þó
svo að leyst sé úr böndum og ekki alltaf haldið línu- og greinaskilum. Textinn
verður erfiður aflestrar og torskildari, en lesandi er engu nær um ritvenju
höfundarins.
Þá hefur útgefandi reynt að greina sundur orð Snorra og orð Jóns lærða
með því að nota stærra letur fyrir frumtexta Eddu, og minna fyrir viðauka
Jóns. Eins og viðurkennt er í fonnálanum, er oft „erfitt að vera viss um,
hvemig greina skuli milii Eddutexta og viðbóta Jóns lærða“ (bls. 273), sér-
staklega þegar eddutextinn er svo frábrugðinn öðrum textum að erfitt er að
vita hvort hann sé fremur ónákvæm uppskrift eða minnisgrein Jóns. En ef