Gripla - 01.01.2000, Page 286
II
RÆÐA MÁS JÓNSSONAR
1. Inngangur
Við mat á riti sem lagt er fram til doktorsvamar þarf tvennt að koma til. Ann-
ars vegar má freista þess að skilja og dæma árangurinn á þeim forsendum
sem höfundur leggur fram í upphafi máls eða birtir smám saman eftir því sem
umfjöllun vindur fram. Slíkt mat felur í sér úttekt á því hversu vel eða illa
hefur gengið miðað við það sem stóð til að gera. Það felur líka í sér úrskurð
um það hvort, að gefnum forsendum, eitthvað skorti eða sé óþarft í ritinu, til
dæmis að of mikið sé um smáatriði en of lítil hugsun um aðferðir. Sérhver at-
hugun verður að njóta sannmælis í þeim skilningi að ekki má einblína á það
sem hún ætlaði sér aldrei að vera eða gera.
A hinn bóginn verður ekki hjá því komist að líta á allt það sem slíkt rit er
ekki og meta gæðin út frá því sem lesanda finnst um það hvemig eigi að
skrifa fræðirit og gefa út ritsmíðar frá fyrri öldum. Andmæli eru andmæli og
höfundar geta ekki krafist þess að verk þeirra séu einungis tekin út miðað við
það sem þeir ætluðu sér, heldur verða þeir að búa sig undir athugasemdir af
öðrum sjónarhóli. I því sem á eftir fer tekst mér vonandi að fullnægja þessum
skilyrðum tvenns konar nálgunar (innan frá og utan frá), en umfjöllun skipti
ég í fjóra hluta. Að loknum inngangsorðum em fáeinar setningar um frágang
verksins. Þá kemur nokkuð um frásagnarhátt, meira um útgáfu og skýringar,
en mest um sjö nýjungar sem höfundur boðar í formála (15-16) og byggir til-
verurétt rits síns að miklu leyti á.
Meginvandi þeirrar bókar sem hér er til umfjöllunar er að hún veit ekki al-
veg hvort hún er ritgerð um Jón lærða eða útgáfa á Edduritum hans, Saman-
tektum um skilning á Eddu (framvegis Samantektir) og Að fornu í þeirri
gömlu norrænu kölluðust rúnir bæði ristingar og skrifelsi (framvegis Risting-
ar). Formleg uppsetning bókarinnar sem inngangur í einu bindi og texti í öðru
bendir til sjálfskilnings sem útgáfu, en 500 síðna inngangur að hundrað síðna
texta veldur því að rit Jóns lærða líkjast fremur viðauka en aðalatriði. Umfang
inngangs er meira en gengur og gerist, jafnvel þótt þróunin hafi verið í þá átt
undanfarin ár að fræðilegum útgáfum fylgi æ rækilegri skýrslur um tengsl
handrita og samsetningu þeirra, málfar, stafsetningu og menningarsögulegt
umhverfi rita og höfunda. Mun meiri vinna er oft á tíðum lögð í innganginn
en útgáfuna sjálfa, sem að mínu viti er óæskilegt og væri betra að gefa út
fleiri rit, því að fomra texta er beðið með meiri eftirvæntingu en útlegginga
fræðimanna á þeim. I því tilviki sem hér um ræðir virðist umræddur vandi