Gripla - 01.01.2000, Side 288
286
GRIPLA
tilteknum stað: Þjóðskjalasafn, Amasafn í Kaupmannahöfn, Ámastofnun í
Reykjavík. Aðeins skjöl heita eitthvað, þar á meðal bréf Odds Sigurðssonar
lögmanns til stiftamtmanns árin 1708-1717 í bögglunum Stift. III—49 a og b
í Þjóðskjalasafni. Aðeins eitt bindi af bréfabókum Brynjólfs biskups Sveins-
sonar er nafngreint (AM 281 fol), en hvorki önnur bindi þeirra sem notuð em
né bréfabækur Þormóðs Torfasonar. Þær eru bara númer: AM þetta, AM hitt,
Lbs þetta og JS hitt.
Og hvar eru hin handritin sem vísað er til í handritanúmeraskrá? Yfir 300
koma ekki fyrir í heimildaskrám, en til viðbótar við þau 25 sem þegar er get-
ið á það við um 20 handrit í skránni yfir óprentuð rit að þau eru skammstöfuð
með vísun til skrár sem fylgir og heitir ,,Prentuó rit og handrit skráð á höfund
eða titir. Þetta á meðal annars við um bréfabækur Gísla biskups Oddssonar,
sem skammstafaðar eru „GíslOdds. Bréfah.“, og kemur fram að notuð voru
handritin AM 245 4to og AM 247 4to. Það er skárra en að fá númerið ein-
tómt, en hið eina rétta hefði verið að tilgreina hvert einasta handrit eftir íveru-
stað með númeri og nafni. Handrit eru — þegar allt kemur til alls — merki-
legri en prentaðar bækur og sú hefð er vond að skrifa ekki heiti þeirra í tilvís-
unum og skrám.
Skráin um prentuð rit og handrit skráð á höfund eða titil tekur til nærri
400 prentaðra rita og handrita. Hún er fullnægjandi að efninu til, en uppröðun
sérkennileg. Neðanmálsgreinar í inngangi byggja á vandlega gaumgæfðu
kerfi styttinga, þar sem grein Einars Gunnars sjálfs um Flateyjarbók og Þor-
láksbiblíu er látin heita „EGR Flat.“, en útgáfa Njarðar P. Njarðvík á Sólar-
ljóðum „NPN. SólarlP, svo að dæmi séu tekin. Hugsanlega sparar þetta
pappír, en gallinn er sá að í ritaskránni er bókum og greinum raðað eftir eigin-
legri stafrófsröð, en ekki stafrófsröð skammstafana. Oftar en ekki fer þetta
tvennt saman, en stundum torveldar fyrirkomulagið leitina og má nefna
skammstöfunina „GHM. “ fyrir Grönlands historiske mindesmærker á milli
„Gríma. ÞMJ.“ og „GuðbJ. VatnsfjP. Skammstöfunin „GÁG. BjörnJP fyrir
grein Guðrúnar Ásu Grímsdóttur um Bjöm á Skarðsá kemur á milli „GuðÝrJ.
Gen.“ og „GunnH. Heims.“ Þetta hefði mátt gera með einfaldari hætti.
Hér er við hæfi að geta þess að ég fann fimmtán prentvillur, sem fæstar
skipta verulegu máli, en sumar svolitlu. Á bls. 27 vantar til að mynda orðið
móðir á undan Ragnheiði Pálsdóttur í ættfærslu um Brynjólf biskup. Á bls.
200 segir: „Þess vegna er settur orðamunur úr Þ sem gætu verið runnin frá
forriti þess.“ Á bls. 304 segir „erfið í framkvæmt“ og „þar sem reynt að draga
saman“, en á bls. 429 „að Jón hafi þekkt einhvert handrit Eddukvæða" og
„fumbulþulur“ fyrir „fimbulþulur". Á bls. 183 er haft fyrir satt að síðasti ís-
lendingurinn sem vann fyrir Svía á 17. öld hafi verið Þorvaldur Brochmann,
en á að vera á 18. öld og er ljóst af samhenginu.