Gripla - 01.01.2000, Side 290
288
GRIPLA
Eftir að ljóst varð að G er ekki komið af Á er ekki einsýnt að hafa
þennan póst um G hér, en það fellur þó vel að tímasetningu og ekki
gott að sjá annan stað.
Annað vandamál frásagnarháttar eru endurtekningar. Á bls. 14 er ákveðið
að taka Ristingar með, en þegar á næstu síðu áréttað að ófært hafi þótt annað
en að taka þær með. Enn er ítrekað á bls. 174 að ófært hafi verið að sleppa
þeim. Ummæli Áma Magnússonar um að Eddur geysimargar hafi brunnið í
Kaupmannahöfn 1728 eru nefnd með tveggja blaðsíðna millibili (48, 50) og
á óteljandi stöðum er endurtekið að Brynjólfur biskup hafi unnið að riti um
foman átrúnað (t.d. 14, 22, 49, 54, 307). Doktorsefni er sér meðvitað um
þessa tilhneigingu til að endurtaka hluti, en bætir gráu ofan á svart með því að
minna stöðugt á hana með orðalagi á borð við „Eins og fyrr gat“, „hér að
framan“, „sem fyrr sagði“, „eins og áður sagði“, „eins og fyrr sagði“, „eins og
áður var getið“, „eins og áður hefur komið fram“, „fyrr var talað um“, „sem
áður var nefnt“, „hér á eftir“. Sama á við um óbærilega margar millivísanir
yfir í aðra kafla, kaflahluta og blaðsíður. I tólf línum á bls. 90 er þrívegis vís-
að aftur á bls. 64—65, 82 og 84. Sumar vísanir eru margliða: „sbr. skýringar
við 86.18-22 í 5. kafla b), og á tengsl hans við Jón lærða er minnst við lok d)
liðar í þessum kafla (s. 98)“ (134). Aðrar eru misvísandi, svo sem þegar segir
á bls. 273: „Eins og áður hefur verið nefnt er niðurstaðan í 5. kafla a) (s. 298),
að ...“ Þess er á hvomgum staðnum getið hvar það er sem áður var nefnt og
ég fann það ekki. Enn aðrar millivísanir vísa í aðra vísun sem loks vísar til at-
riðis: „Eins og getið er í 1. kafla a) (s. 19), eru í 6. kafla b) 3 (s. 420-22) leidd
rök að því“ (47). Þetta er reyndar ekki alltaf í samræmi, því oftast er vísað í
kafla og blaðsíðutal, en stundum bara í blaðsíðutal eða kafla. Við vefsíðugerð
í tölvum er ein helsta kúnstin sú að tengja rétt og vel á milli skjala, enda er sá
máttur til millivísana og tenginga helsti kostur veraldarvefjarins. Um bækur
er þessu öfugt farið að því leytinu til að mjög margar vísanir á milli staða
innanborðs benda oftast nær til þess að þörf sé á uppstokkun á efninu. Eg get
þess að vísanir sem ég fletti upp voru laukréttar og sama á við um fjölmarg-
ar vísanir úr inngangi yfir í útgáfuna sjálfa, en þær eru þarfaþing þótt fyrir
komi að gert sé ráð fyrir því að lesandi hafi fullmargar bækur opnar á borðinu
hjá sér í einu: bæði bindi Einars Gunnars ásamt nokkrum prentuðum og ljós-
prentuðum útgáfum Snorra Eddu (287). Þegar slík staða kom upp varð mér
hugsað til leshringborðs í bókasafni Hafnarháskóla fyrir brunann mikla haust-
ið 1728, sem hægt var að snúa svo lesa mætti margar bækur eða handrit í
senn.