Gripla - 01.01.2000, Page 291
EDDURIT JÓNS LÆRÐA
289
4. Aðferð við útgáfu
Textafræði er heilmikið fag með blómlegri umræðu og má vísa til greinasafns
frá 1995 í útgáfu D.C. Greethams, Scholarly Editing. A Guide to Research, en
sami maður gaf árið áður út greinargott yfirlit undir heitinu Textual Scholar-
ship. An Introduction. Ekki má heldur gleyma Denfilologiske vitenskap í rit-
stjóm Odds Einars Haugens og Einars Thomassens frá 1990. Sérhæfðari um-
ræða fer fram í fagtímaritum fyrir einstök ffæðasvið og útgáfufræðatímaritum
á borð við Text og Editio, en að auki í greinasöfnum sem nú spretta eins og
gorkúlur, enda útgáfuvísindi í tísku vegna nýrra möguleika á tölvuvinnslu.
Þessi umræða hefur ekki skilað sér sem skyldi til íslenskra fræða og er afleið-
ingin til dæmis sú að víða í inngöngum að fræðilegum útgáfum eru búin til
glötuð handrit úr engu öðm en rangri aðferð eða skorti á aðferð og umhugsun
um það sem verið er að gera. Einar Gunnar er engin undantekning að því
marki sem augljóst er að öll umræða um kenningarlegan gmndvöll að útgáf-
um flókinna og/eða fomra texta hefur farið framhjá honum og ekkert slíkt rit
er tilgreint í heimildaskrá, ekki einu sinni doktorsritgerð Odds Einars
Haugens um Niðurstigningar sögu, Stamtre og tekstlandskap frá 1992, enda
þótt Tíðfordríf Jóns lærða komi þar við sögu (19921:42-43). Ég hef ekki far-
ið í saumana á athugunum doktorsefnis á innbyrðis tengslum handrita að
Edduritum Jóns, en harma skort á yfirvegun eða umhugsun um það hvaða
reglur megi nota eða hanna til að skera úr um það hvemig eitt handrit tengist
öðru eða ekki. Þessa hefði verið þörf, ekki síst vegna þess að mörg handrit-
anna frá síðari hluta 18. aldar eru blönduð öðm efni og skrifuð fremur til
skemmtunar en fræðilegra afnota. Veigamesta reglan um þessi efni sem orðuð
er í inngangi Edduritanna er að útgáfa Olafs Davíðssonar á Aradalsóði Jóns
sé ófullnægjandi „þar sem ekki er tekið tillit til allra handrita, sem kunn eru
nú“ (137). Hér og þar er líka beitt sögulegri aðferð við rökstuðning á hugvit-
samlegan hátt, svo sem til styrktar þeirri hugmynd að til hafi verið tvö eigin-
handarrit Jóns lærða að Samantektum (209). Einnig koma fyrir gagnlegar at-
hugasemdir, svo sem að eftirritari sem ekki þekkir tungumálið fylgi stafsetn-
ingu forrits nákvæmar eftir (197).
Mjög sjaldan er aftur á móti útskýrt hvemig einstök orð eða setningar em
notuð til úrskurðar, en þó þetta á einum stað (406):
Til sönnunar því að O og 299 eigi sér sama forrit verður hvort handrit-
ið um sig að hafa dæmi um upphaflegri leshætti, þar sem hitt hefur af-
bökun.
Upphaflegri lesháttur er þegar annað þessara handrita á eitthvað sameiginlegt