Gripla - 01.01.2000, Blaðsíða 292
290
GRIPLA
með aðalhandriti sem hitt hefur ekki. Aðeins fundust fjögur „veik“ dæmi um
slíkt, svo úrslitin urðu þau að 299 væri skrifað eftir O. Of lítið er af þvílíkum
rökstuðningi miðað við fullyrðingagleði doktorsefnis og orðaval í umræðu
um skyldleika handrita. Hann talar um „traust dæmi“ og verður tíðrætt um
„sannanir“ fyrir hinu og þessu. A bls. 267-268 kemur sögnin „sanna“ fyrir
ellefu sinnum. Fyrirvarar koma reyndar fyrir líka, til dæmis á blaðsíðum 294—
295, þar sem notuð eru orðin „greinilega", „virðist“, „augljóslega“, „aug-
ljóst“, „mjög traust“, „auðséð", „eðlilegt“, „tæplega“, „líklegast“. Hvergi er
þó tekið til umræðu hvað sé nákvæmlega hægt að nota til marks um skyld-
leika handrita. Þulin eru dæmi og talað í fullvissu um að þau sanni eitt og
annað, en ekki velt vöngum yfir því hvað sé traust dæmi og hvað veikt dæmi,
eða almennt hvað sé hægt að sanna og afsanna í þessum efnum.
Doktorsefni skrifar: „Tilgangur þessarar útgáfu er að gefa út texta Smt
eins líkastan því og Jón lærði gekk frá honum og mögulegt var“ (261). Gall-
inn er þá sá að helsta handritið, Sth papp 38 fol eða „A“, er ekki vandað
(285-286). Ásgeir Jónsson lagði sig ekki fram við að skrifa það og stafsetn-
ing hans er ekki í samræmi við stafsetningu Jóns lærða: „þess vegna er minni
ástæða en ella að fjalla nákvæmlega um stafsetningu Ásgeirs Jónssonar á Á“
(189). Þrátt fyrir þetta er útgáfan höfð stafrétt, Samantektir eftir Ásgeiri og
Ristingar eftir NKS 1867 4to frá um 1760, með leiðréttingum eftir öðrum
handritum eftir því sem þaulhugsaðar vinnureglur kveða á um, en allt slíkt
gaumgæfilega auðkennt og útskýrt neðanmáls. I Edduritunum er greinar-
merkjum bætt við innan oddklofa, oftast punktum og kommum sem vantar í
handritið, þótt að sögn Einars Gunnars megi „eflaust deila um hvort þau hafa
alltaf verið sett á rétta staði“ (189). í Ristingum er sýnt mismunandi bil á eftir
punkti (407). Miklar vangaveltur eru viðhafðar um skiptingu orða á milli lína,
hvort sé eitt orð eða tvö, en síðan segir höfundur (191):
Annars er það síður en svo, að alltaf sé ljóst, hvort orð sé skrifað í einu
orði eða tveimur og má þar búast við ósamræmi í prentun, en það
varðar vart miklu.
Af hverju er þá verið að eyða tímanum í þetta?
Þeirri vinnureglu er fylgt í Samantektum að „hafa stóra stafi og litla í
samræmi við það sem er í handritinu, en þó er litlum stöfum í upphafi sémafna
breytt í stóra. Ekki er alltaf skýr munur á stómm staf eða litlum, og einnig er
óglöggur munur á I og J“ (190-191). Ristingar fá aðra meðferð án þess að það
sé útskýrt eða vísað á milli, því að „Engin leið er að greina að stór eða lítil s
í upphafi orðs, en prentuð eru lítil í nema í eiginnöfnum og á eftir punkti"
(407-408). Greint er á milli n og N, m og M og v og V en G er aðeins prent-