Gripla - 01.01.2000, Blaðsíða 293
EDDURIT JÓNS LÆRÐA
291
að ef það er upphafsstafur „en ekki ef það er skrifað eins og venjulegt g í
stærra lagi“ (408). Hér hefði þurft samræmi eða rökstuðning fyrir misræminu,
enda kemur á daginn þegar útgáfa Samantekta er borin saman við handritið
að hægt væri að þrasa endalaust um stærð á tilteknum stöfum hjá Ásgeiri,
einkum h, þ og /. Strangt tekið skrifar hann, til dæmis, þrenns konar /: eitt
sem er ansi stórt (L), annað lítið (/) og þriðja þar á milli. Aðferð doktorsefnis
leiðir til þess að setningin „hann Lærði þar með at Leysa þriar elldingar or
Lopti“ hefur þrjú L (11:3). Farsælla hefði verið að fylgja reglu Ristinga og
hafa þau lítil í upphafi orða innan setninga, því öll þessi L trufla lesturinn.
(Innan sviga og til marks um það hversu vitlaust það getur verið að gefa
út stafrétta texta er, að í ályktun háskólaráðs Hafnarháskóla um Jón lærða 15.
apríl 1637, sem birt er í heild á hálfri blaðsíðu í inngangi, eru að mínu viti sjö
lestrarvillur og enn fleiri álitamál um stóran staf eða lítinn, upplausn banda og
styttinga eða hvort stafur sé v eða w, h eða k (88). Tilvísun í skjalabókina er
reyndar höfð eftir úreltri skráningu á Ríkisskjalasafni sem Universitetets ar-
kiv 85, en á samkvæmt núgildandi skrá frá 1978 að vera KU 12.03.07. Kon-
sistorium. Acta Consistorii 1634—1645.)
Sé boðuð ofumákvæmni við útgáfuverkið höfð í huga og sú fyrirhöfn sem
henni fylgir undrast ég að styttingar og bönd skrifara skuli vera leyst upp. Ef
á annað borð er ákveðið að halda einkennum textans sem líkustum því sem
þau em í handriti skil ég ekki hvers vegna sú leið er valin samtímis að útrýma
þeim upplýsingum sem styttingar og bönd veita málfræðingum, textafræðing-
um og jafnvel sagnfræðingum við rannsóknir sínar. I Edduritum Jóns lærða
eru hafðir svigar utan um orðhluta í nokkmm styttingum, svo sem „Gang-
l(eri)“ fyrir „Gangl.“ og „s(varar)“ fyrir „s.“, en aðrar venjur skrifaranna
hverfa í meðförum samkvæmt ítarlegum reglum. Til dæmis er haft -ir í lok
orða sem enda á er-bandi af því endingin -ir kemur oftar fyrir en endingin -er
þegar þær eru skrifaðar fullum fetum. Aftur á móti er haft -er í orðum þar sem
það á vel við þótt bandið sé það sama, svo sem „hver“ og „Iupiter" (189).
Upplausnastefna þessi er bagaleg ónákvæmni miðað við hitt og eðlilegra
hefði verið að nota þá reglu sem Ólafur Halldórsson viðhafði í útgáfu á
Grænlandsannálum Jóns árið 1978 og Jónas Kristjánsson í útgáfu á Spán-
verjavígum hans árið 1950, því það nægir að rit sem þessi komi fyrir augu
lesenda á venjulegri íslensku eða í mesta lagi með svolítið einfaldaðri staf-
setningu handrita líkt og Halldór Hermannsson gerði í útgáfu sinni á riti Jóns
Um íslands aðskiljanlegar náttúrur árið 1924 (1924:xxiii-xxiv).
Að þessum álitamálum slepptum er útgáfan hin vandaðasta og kórrétt.
Fylgispekt við handrit fer þó út í öfgar þegar haft er „Hercules var ein sonr
Iupiters" af því tvöföldunarstrik vantar yfir n (11:6). Þetta hefði átt að leiðrétta
þegjandi og hljóðalaust í Hercules var einn sonr Iupiters — nú eða hafa odd-