Gripla - 01.01.2000, Page 294
292
GRIPLA
klofa utan um annað ennið. Eins orkar tvímælis að breyta „all eptir Latt“ í
handriti Ásgeirs í ,,all<t) eptir Latt“ (11:88). Fleiri dæmi mætti nefna, en eru
smámunir.
Um skýringargreinar doktorsefnis við Samantektir segi ég svo lítið annað
en PASS: þær eru einum of. Samantekir Jóns lærða eru þannig saman settar
að hann skrifaði klausur úr Snorra Eddu, sem prentaðar eru með stóru letri, en
útskýrði síðan einstök atriði eftir innblæstri sínum eða þekkingu og er það
prentað með smærra letri. Samantekir eru um 3800 línur að lengd, þar af
1100 frá Jóni, sem gerir um 30 blaðsíður á prenti, en á eitt hundrað blaðsíðum
í inngangi sökkvir Einar Gunnar sér blygðunarlaust ofan í hverja einustu setn-
ingu sem Jón skrifaði til viðbótar. Honum er ljóst að hér er farið yfir strikið,
en bægir því frá sér og hefði reyndar helst viljað gera meira (307):
Lesendum finnst eflaust kaflinn langur og margt smátt koma þar fram
og skal því ekki mótmælt, en margt fleira væri hægt að skrifa um ein-
staka efnisþætti en gert er.
Ekki nær nokkurri átt að útskýra hvert einasta orð og benda á mögulegar
heimildir allra setninga. Óguðleg vinna er lögð í aragrúa smáatriða og hefði
farið betur á því að vinsa úr efni sem er virkilega áhugavert til umfjöllunar,
svo sem þá hugmynd Jóns að Sæmundur fróði hafi skrifað Eddu (349) og
þjóðsögu um mann sem bjó með selamey (352-354). Ristingar eru útskýrðar
á þægilegri hátt (423), því hvert rit sem notað er eða vísað til er tekið út af
fyrir sig: Snorra Edda, Biblían, Lilja, Reinalds saga og Rósu. Þetta hefði ekki
verið mikið mál með Samantektir líka (395-397) og það eru engin rök að þær
séu of langar. Skýringar línu fyrir línu eru í besta falli grundvöllur umfjöllun-
ar og kenninga, vinnuplögg til einkaafnota en ekki birtingar.
5. Nýjungarnar sjö
Glæsilega orðuð ádeila séra Guðmundar Einarssonar á Staðastað á Fjanda-
fælu Jóns lærða lagði mér lið við þennan hluta andmælanna. Guðmundur tók
saman magnaðan lista átta atriða sem honum fundust aðfinnsluverð umfram
annað hjá Jóni og ég les eitt þeirra (114):
... kennijng Jöns G. og Pravidoxum, ad af lærdum sie lijkijng giprd.
þad dipflamer sieu so marger, sem 0gn edur ar j Sölargeisla, edur
dropamir j Niju daga regne af 0llum himne.