Gripla - 01.01.2000, Page 296
294
GRIPLA
Þetta gerir Einar Gunnar samt sem betur fer í nokkrum mæli og eru það
forvitnilegar og vandaðar athuganir. Eg hefði hins vegar viljað sjá viðleitni
Brynjólfs sem þungamiðju verksins. Ritið hefði orðið heildstæðara og hug-
mynd þess skýrari. Jafnframt hefði orðið til einkar vænlegur útgáfupakki með
Edduritum Jóns lærða báðum og Tíðfordrífi hans, því að sú ritsmíð var líka
svar við spumingum biskups og samin árið 1644. Fylgt hefðu tvö eða þrjú rit
Bjöms á Skarðsá, sem fékk að virðist sömu eða svipaðar spumingar um Edd-
ur frá Brynjólfi um leið og Jón lærði, enda voru þetta tveir helstu spekingar
og fróðleiksmenn í fomum fræðum á landinu.
Skýringar Bjöms á Brynhildarljóðum frá 1642 em, svo að dæmi sé tekið,
spegilrit Ristinga og vom í sama handriti séra Jóns Erlendssonar. Páll Eggert
Ólason gerði þeim ítarleg skil í fjórða bindi Manna og mennta (1926:279-284)
og doktorsefni viðurkennir að æskilegt hefði verið vegna sameiginlegra efnisat-
riða að láta rit Bjöms fylgja Ristingum í útgáfu (174). Hvergi er rökstutt hvers
vegna það var ekki gert. Þetta er mikil synd, því ritin fylla hvort annað upp og
Bjöm skrifar lengra mál, tekur meira upp í sig og setur sig í skemmtilegar stell-
ingar. Hvor þeirra var betri, ef svo má að orði komast, skal ég ekki segja, en
hefði viljað sjá hugleiðingar doktorsefnis þar að lútandi. Sögðu þessir karlar eitt-
hvað merkilegt? Var vit í því sem Jón lærði skrifaði Brynjólfi um Snorra Eddu?
Hefði biskup getað notað skýringamar til einhvers? Við þessu fást engin svör í
inngangi Edduritanna og höfundur leggur ekki mat á hugmyndalegt gildi þess
sem Jón lærði skrifaði. Tilgreind em orð Finns Jónssonar prófessors um
Samantekir á þá leið að formáli sé heimskulegur og skýringar einskis virði:
„cum prologo nugatorio... et intermixtis explicationibus nullius pretii“ (188).
Þetta hefði Einar Gunnar þurft að ræða og jafnframt velta vöngum yfir því sem
Viðar Hreinsson hefur skrifað um Jón: „Hugmyndir Jóns em, sé reynt að skoða
þær í heild, afar sundurlausar og þversagnarkenndar“ (1996:154). Einar Gunnar
tæpir einu sinni á svipuðu en ræðir ekki frekar: „Stundum er margt sagt í stuttu
máli og því ekki gott að endursegja og efnið ekki alltaf nógu ljóst“ (43).
Nýjung 2 eða kenning Einars Gunnars Péturssonar að Jón lærði hafi not-
ið meira álits samtíðarmanna sinna en talið haft verið. Þessu til stuðnings er
ítarlegt æviágrip sem óþarflega mikið er haft fyrir að réttlæta (56, 57):
Þótt segja megi að ekki væri sjálfsagt að hafa kafla um æviferil Jóns
Guðmundssonar lærða, þótti við nána athugun rétt að fjalla um hann
hér.
Ein meginástæðan fyrir því að kafli er hafður um æviferil Jóns lærða
er sú, að svo virðist sem réttar ályktanir séu oft ekki dregnar af rann-
sóknum síðustu ára á ritum frá 17. öld.