Gripla - 01.01.2000, Síða 297
EDDURIT JÓNS LÆRÐA
295
Þessar afsakanir eiga ekki við og gildi æviatriðanna er ótvírætt, en þær sýna
áðumefnt flökt á milli þess að skrifa ævisögu og gefa út rit. Að mati doktors-
efnis hafa rannsóknir þess leitt til endurmats á Jóni lærða, sem „hljóti í raun
að hafa notið mun meira álits, einkum meðal lærdómsmanna síns tíma, en til
þessa hefur oftast verið haldið fram“ (99). Það virðist vera rétt og verður vart
aftur snúið með þá endurskoðun á Jóni lærða. Hann var ekki bara sveimhuga
fabúlant og galdrakarl, heldur öðrum þræði alvarlega þenkjandi og fullboð-
legur fræðimaður.
Aðeins einu æviatriði hefur mér tekist að bæta við, en það varðar strák
sem Jón lærði eignaðist á elliárum fram hjá Sigríði Þorleifsdóttur konu sinni,
Jón litla lærða sem svo var kallaður síðar. Einar Gunnar rekur heimildir um
drenginn og kemst næst því að hann sé fæddur á árunum 1649-1659, þegar
Gísli Magnússon var sýslumaður Múlasýslu (97). Fyrir nokkrum árum las ég
mikið í sakeyrisreikningum sýslumanna á 17. öld í Þjóðskjalasafni og datt í
hug að athuga hvort ekki mætti finna eitthvað þar um þetta brot, því að sam-
kvæmt Stóradómi átti Jón að greiða átta ríkisdali í sekt til konungs. Og viti
menn: reikningsárið 1650-1651 urðu Jón Guðmundsson og Ingibjörg Bjöms-
dóttir sek um hórdómsbrot í Múlasýslu og borguðu átta dali og tvö mörk í
sekt, sem bendir til þess að hann hafi borgað hórdómssekt, en hún verið ógift
og sloppið með sekt fyrir frillulífisbrot. Þetta þýðir að Jón litli lærði er fæddur
1650 eða 1651, sem ekki er vitlaust að vita (ÞÍ. Rentukammer Y-6. Reikning-
ar jarðabókarsjóðs 1650-1660: Sakarfallsreikningar 1650-1651). Fimm karl-
ar í Múlasýslu eru á réttum aldri árið 1703 til að geta verið þessi Jón Jónsson,
einn hreppstjóri, tveir bændur, einn hjáleigumaður og einn bjargþrota næsta
óhraustur (sjá Manntal 1703, nafnaskrá á lestrarsal Þjóðskjalasafns).
Þótt ég sé ekki á villigötum var þetta hálfgerður útúrdúr og ég held áfram.
Skipulag æviágripsins er ekki eins og ég hefði viljað hafa það. Fyrst er farið
í æviatriði og síðan lýst handritum sem Jón skrifaði og ritum sem hann samdi.
Hér hefði farið betur á samfelldri umfjöllun í tímaröð líkt og til að mynda í
doktorsritgerð Eriks Petersens um þýska fræðimanninn Johann Albert Fabri-
cius, samtímamann Áma Magnússonar, sem varin var við Hafnarháskóla í
gær. Sú leið hefði gefið kost á nokkurri greiningu á hugarheimi og hugsunum
hins fjölhæfa og lífsreynda manns Jóns lærða. Tæpt er á einu og öðm hér og
þar, meðal annars í umfjöllun um kvæði hans gegn Snæfjalladraugnum árin
1611-1612, en oftast látið sitja við endursögn og almennar athugasemdir á
borð við þá að raunveruleikaskyn Brynjólfs Sveinssonar og Gísla Oddssonar
hafi ekki endilega verið ólíkt skyni Jóns (152). Þess er getið að Jón segi
skemmtilega frá Staðarhóls-Páli í ættartölu sinni (60) og af lífshlaupi sínu
með skemmtilegum útúrdúrum í ævikvæðinu Fjölmóði (58), en aldrei er lagt
mat á það með hliðsjón af Edduritunum hver tilfinning hans hafi verið gagn-