Gripla - 01.01.2000, Page 298
296
GRIPLA
vart þessum fornu textum, hvort hann hafi litið á þá sem sjóð af góðum sög-
um eða sem þekkingu á heiðinni trú eða hvað.
Ljóst er að minnsta kosti að Jón hafði smekk fyrir sögum og má benda á
klausu í Tíðfordrífi þar sem segir af tilefni ferðar Sets, sonar Adams, til Para-
dísar á vegum föður síns (The History of the Cross-Tree:60-61):
Þa er Adam hafdi lifad dccccxxxij ár i dalnum Ebron. var hann a
ejnum deigj mæddur af miklu starfi þui hann hafdi þymunum roskliga
uppruskad. og studdist kall a hækiu sijna. tok hann þa ad hriggast
harla miðg og huxa hiartannliga huðrsu marga i'lla hluti hann sa
frammfara af sijnu afkuæmi i heiminum.
Ekki fer heldur á milli mála að Jón hafði gott skopskyn, sem sjá má í Ar-
manns rímum hans frá 1637 um viðureign Þorsteins gála og tröllskessunnar
Flegðu (Jón Helgason 1948:19-20):
Þorsteinn hrakti hamra fljóð,
hún þó af sér föllin stóð,
stelpan þrýstin þreytti dreng,
þar til honum var búið við spreng.
Þegar Ármann kom til hjálpar urðu örlög hennar svo sem við mátti búast
ill og systra hennar skömmu síðar (Jón Helgason 1948:20):
Tekið var strax í fálu fót,
fór þá illa leikan ljót,
skiptu þeir henni í skálmir tvær,
skaða fékk af því kletta mær.
Á einum stað efast doktorsefni um geðheilsu viðfangs síns (70) og berg-
málar orð Páls Eggerts að tortryggni Jóns hafi með köflum verið hrein geð-
veiki (1926:342). Þá hugdettu hefði mátt nota til að leggja út af sterkri sjálfs-
vitund Jóns sem birtist í því að hann talar iðulega um sjálfan sig og segir til
nafns í ritum sínum, auk þess sem ritunarár er víða að finna í handritum sem
hann skrifaði og það allt frá unglingsárum, því að varðveitt er Guðmundar
saga góða með hendi hans árið 1592, þegar hann var átján ára gamall (Stefán
Karlsson 1983:lxxxvi). Þetta var ekki algengt á 17. öld. Jón var næmur og
hugsandi maður, en varð fyrir hverju áfallinu á fætur öðru og sætti ofsóknum,
sem jók enn á tilfinningasemi hans gagnvart umhverfinu og löngun til að tjá
sig. Jón var listasmiður og málari, en líka ótrúlega forvitinn um alla skapaða
hluti, samanber þau ummæli Þórðar biskups Þorlákssonar frá 1669, sem
Olafur Halldórsson birtir en doktorsefni nýtir sér ekki, að Jón „formedelst