Gripla - 01.01.2000, Page 302
III
SVÖR EINARS G. PÉTURSSONAR
VIÐ ANDMÆLARÆÐUM
OG UMRÆÐUR UM FÁEIN ATRIÐI
Mér hefur verið gefinn kostur á að svara andmælaræðum, sem fluttar voru við dokt-
orsvöm mína 13. júní 1998. Svörin voru mælt af munni ffam með hliðsjón af minnis-
punktum, sem skrifaðir vom undir ræðum andmælendanna. Eðlilega er það sem hér
fer á eftir ekki nákvæmlega orðrétt það sem sagt var. Ber fremur að líta á þetta, sem
hér stendur, það sem ég vildi sagt hafa eða tel nú, að rétt hefði verið að segja,
heldur en það sem ég í raun og vem sagði. Miklu máli skiptir hér einnig, að við vöm-
ina var eðlilega ekki tækifæri til að fletta upp í bókum einstökum atriðum, sem komu
fram í ræðum andmælendanna. Þess vegna er hér ýmislegt skoðað, sem ég tók lítið
eða ekkert til umræðu í svari mínu, en mér þykir nú við nánari athugun ástæða til að
taka til umfjöllunar.
Þegar ég nú lít yfir ræður andmælendanna við vömina, finnst mér ég hafa
nokkra ástæðu til að vera ánægður. Ekki er samt svo að skilja að mér finnist
allt einskis vert það sem fundið var ritgerðinni til foráttu, heldur af því að mér
finnst margt ekki vera nefnt, sem að jafnaði þykir verulega óprýða fræðirit.
Hvergi er talað um slæma meðferð heimilda eða glannalegar ályktanir. Hlýt
ég að telja þetta ritgerðinni til nokkurra tekna. Eðlilega er ég andmælendum
ekki sammála í öllum atriðum og verður nú reynt að ræða þau.
Ræða 1. andmælanda
Ég er sammála 1. andmælanda um flest sem segir um Jón Guðmundsson
lærða og Magnús Ólafsson í Laufási, en þó er þar smávegis meiningamunur.
Mér finnst næstum vera villandi að segja (274) að Jón lærði hafi verið
„ákærður fyrir villutrú og fordæðuskap, að mestu vegna ritverka sinna“.
Héma hlýtur að vera átt við Fjandafælu og Bót eður viðsjá. Mér finnst svo-
lítið ónákvæmt að segja, að Jón lærði hafi verið ákærður vegna rúnakunnáttu
sinnar. Margt fleira en rúnir virðist hafa verið í Bót eður viðsjá og er þá
einkum að nefna kaþólskar bænir eða særingar, sem ekki er svo auðvelt að
greina að. I Fjandafælu fannst Guðmundi Einarssyni vera of margar óguð-
legar kenningar, en særingar sem sjálfsagðar voru á kaþólskum tíma, þóttu
guðfræðingum 17. aldar óguðlegar mjög. Vík ég að þessu (1:80) og tel mig