Gripla - 01.01.2000, Page 303
SVÖR VIÐ ANDMÆLARÆÐUM
301
þar vera á réttri leið. Er ekki fullsterkt að segja, að Jón lærði hafi verið ákærð-
ur á sínum seinustu árum, þegar hann skrifaði hvert ritið á fætur öðru fyrir
Brynjólf biskup Sveinsson?
Faulkes dregur í efa (274), að mér hafi tekist „(... að sýna fram á, svo að
óyggjandi sé, að Samantektir hafi verið samdar að beiðni Brynjólfs biskups í
sambandi við áætlun hans að semja rit um foman átrúnað, þótt það sé svo
sem trúlcgt.)". Ekki eru færð fyrir því önnur rök. Ekki felast í orðunum
mótmæli við því að Smt hafi verið skrifaðar fyrir Brynjólf, enda kemur það
glögglega fram í ritinu sjálfu að fyrir biskupinn er ritið skrifað (11:81 og 92
nm.). Tileinkun til biskupsins er einnig í öðru riti Jóns lærða, Tíðfordrífi, en
þar segist hann áður hafa skrifað Eddubækling, sem hlýtur að hafa verið Smt,
en samband Tíðfordrífs og Smt er rakið í 1. kafla (1:24—26). A þeim tíma
þegar ritin voru samin, var Brynjólfur fullur áhuga á fomum átrúnaði og Smt
fjalla um það efni að miklu leyti. Þess vegna verður að teljast óhugsandi
annað en áhugi á fomum átrúnaði hafí legið að baki beiðni Brynjólfs til Jóns
lærða um að taka saman ritið. Hér finnst mér ástæða til að benda á lokaorðin
í „Yfirliti“ aftast í 5. kafla b) (1:400-401), en þar segir, að efnistök í Smt séu
í samræmi við þá hugmynd að Brynjólfur biskup Sveinsson hafi beðið Jón
lærða um að skrifa Snorra-Eddu með skýringum til að fá efni í rit sitt um
foman norrænan átrúnað og seinustu orðin þar eru: „Aftur á móti verður ekki
fundið að neitt mæli sterklega móti hugmyndinni.“
Margt sem 1. andmælandi segir er í fyllsta samræmi við hugmyndir mín-
ar, eins og t. d. er hann segir (275): „Engin ástæða er til að álíta að Jón hafi
verið hjátrúarfyllri eða trúgjamari en flestir samtímamenn hans.“ Alyktanim-
ar í framhaldi af þessum orðum eru í fyllsta samræmi við skoðanir mínar. I
eftirfarandi orðum 1. andmælanda kemur fram mikil, en því miður alltof
sjaldgæf, reynsla af rannsóknum óprentaðra rita frá 17. öld (275):
Það hefur verið mjög erfitt fyrir þá sem rannsaka handrit að skilja
hvaða rit em í tilteknum handritum og hver sé höfundur, því að hand-
ritaskrár em mjög ótraustar um þessi efni.
Um þetta atriði sagði ég í inngangsorðunum, að erfitt væri að vera viss um
hvort öll handrit sem máli skiptu væm komin í leitimar. Tvö handrit, SÁM 44
og Marshall 114, mjög mikilvæg fyrir Edduritin em hvergi nefnd í prentuðum
handritaskrám og væri rannsóknin miklu ófullkomnari án þeirra. Rannsókn
og skráning íslenskra handritasafna er víða mjög ófullnægjandi, og á það ekki
síst við rit frá því eftir siðaskipti. Sitthvað gæti því enn leynst bæði í illa
skráðum handritasöfnum og jafnvel í einkaeigu hérlendis og erlendis, því að
í handritum frá 17. öld og síðar er margt varðveitt af gömlum textum.