Gripla - 01.01.2000, Qupperneq 304
302
GRIPLA
Dæmi eru um að mér finnist vera gengið fulllangt í hóli eins og þegar seg-
ir (275): „ennfremur er í öðrum kafla gerð endanleg grein fyrir öllum öðrum
ritum, sem Jóni hafa verið eignuð, og öllum ritstörfum hans.“ Hér finnst mér
fullyrt of mikið því að þessi kafli, reyndar bókin í heild, sýnir að margt hefur
verið að koma í leitimar á síðustu áratugum af ritum, sem menn telja nú víst
að séu eftir Jón lærða. Rit sem víst þótti áður að væru eftir hann em nú eignuð
öðrum. Rannsóknir á bókmennta- og lærdómssögu 17. aldar eru ekki svo
langt komnar, að hægt sé að fullyrða, að ekkert eigi enn eftir að koma í
leitimar. Þótt ég geri grein fyrir öllum skrifum sem sem mér er nú kunnugt
um að séu til eftir Jón lærða, getur það yfirlit átt eftir að breytast, um það er
best að fullyrða sem minnst. Svo kemur spumingin: Hversu mörg áður ókunn
rit má búast við að geti komið í leitirnar eftir Jón lærða?
Mjög gagnlegar eru tilvísanir 1. andmælanda til skráa um læknisfræðirit í
Wolfenbiittel, vonast ég til að þær tilvísanir komi að notum síðar. Aftur á móti
fannst mér eðlilegt að reyna ekki í formála að Edduritunum að leita mjög að því
hvaða grasabækur prentaðar í Frankfurt am Main Jón lærði sagðist hafa séð á
Skarði á Skarðsströnd. Jón lærði nefndi þær aldrei í Edduritunum og ég tók þær
til umræðu sem dæmi um margt af því sem hann sá á Skarði, og þess vegna
taldi ég hæpið að eyða meiru púðri á þær. Einnig er hárrétt, að betra hefði verið
að leita í heildarskrá yfir bækur gefnar út á þýsku heldur en í skrá yfir bækur í
Library of Congress, eða réttara sagt samskrá um bækur í bandarískum há-
skólabókasöfnum. Hér verð ég að svara því, að þessi þýska skrá er ekki til hér
á landi, því miður, en það hefur í þessu tilviki sem betur fer ekki komið að sök.
Margt segir 1. andmælandi um 5. kafla b), sem gæti bætt við skýringamar
þar. Ekki er nema gott um þetta að segja, enda stendur á einum stað (1:306),
að ekki séu „líkur til að tekist hafi að finna allar heimildir, sem Jón lærði vís-
aði til“. Mér til málsbóta er á næstu síðu framan við sagt, að ekki sé „talin
ástæða til að leita að erlendum heimildum rita, sem Jón lærði notaði“. Undir
þetta hef ég talið falla leit í ritum eins og Motif-lndex of Folk-Literature eftir
Stith Thompson. Neðar á sömu síðu stendur: „Víða gæti verið ástæða til að
skrifa langt mál um tiltekið efni“. Það hefði að mínum dómi leitt allt of langt
að fara að reyna að leita í Stith Thompson eftir minnum í Smt og skrifa langar
ritgerðir, og þá er ég hræddur um að 2. andmælanda hefði þótt kaflinn verða
heldur langur. Um söguna um akkerið sem kom úr lofti, er það að segja, að
þar fór ég lengra en víðast annars staðar og nefndi rit um írskar hliðstæður við
söguna. Tilvitnunin í minnaskrá Bobergs, Motif-lndex of Early Icelandic
Literature, til Þiðreks sögu er tæpast sambærileg, því að sagan þar er um
skyndikynni af „sækonu“, en ekki langa sambúð með selkonu. Um söguna
vitnaði ég í grein eftir Bo Almqvist, þar sem rakin er útbreiðsla hennar víða
við Norður-Atlantshaf.