Gripla - 01.01.2000, Page 305
SVÖR VIÐ ANDMÆLARÆÐUM
303
Gott er að sjá að Magnús í Laufási hafi notað handrit náskylt AM 568 4to.
Hér er eitt dæmi af mörgum um, að mikil nauðsyn er á að skrá not handrita
sem nákvæmlegast, því að það myndi gera margt fræðagrúsk auðveldara og
öruggara en nú er.
Mjög svo erfitt er og of gagnslítið að leita í seðlasafni Orðabókar Háskól-
ans að orðum úr ritum Jóns lærða, því að rannsókn og orðtaka á efni frá þess-
um tímum er enn skammt á veg komin. Einkum hefur verið orðtekið prentað
efni, en orðtaka óprentaðs efns hefur verið minni, sem gæfi þó líklega betri
mynd af orðaforða Jóns. Ekki er heldur áformað að setja saman orðabækur
yfir orðaforða bundins máls frá því fyrir og um siðaskipti, þ. e. útgáfa Jóns
Helgasonar á Islenzkum midaldakvæðum hefur ekki verið orðtekin fyrir neina
almenna orðabók og töluvert af þessum kveðskap er enn óútgefið. Þótt elstu
dæmi um orð í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans séu úr ritum Jóns lærða er
það þess vegna ekki marktækt. Ef eitthvert gagn hefði átt að vera af athugun-
um á orðaforða Jóns lærða, hefði einnig þurft að fara í seðlasafn Orðabókar
Amanefndar, því að þar eru mestar viðbætur við prentaðar orðabækur
fommáls úr orðaforða óbundins máls seinast í kaþólsku, sem hlýtur að ein-
hverju leyti að vera sameiginlegur orðaforða Jóns lærða.
Eðlilega tel ég rétt að eyða nokkm rými í að verja mitt mál um uppruna
Eddutextans í Smt og sjálfstæði *0, en þar eru ég og 1. andmælandi á önd-
verðum meiði. I stuttu og einfölduðu máli virðist inér, að hann telji það af-
bakanir frá Jóni lærða, sem ég tel geta verið mnnið frá sjálfstæðu og glötuðu
forriti, sem var að stofni til frá miðöldum. Ekki er það í samræmi við athug-
anir annarra, að Jón lærði hafi (278) í uppskriftum sínum breytt textum „oftar
en aðrir“. Stefán Karlsson notar í útgáfu sinni á A-texta Guðmundar sögu
Arasonar handritið AM 394 4to, sem er uppskrift Jóns lærða af AM 399 4to
og er það handrit varðveitt að mestu. Stefán segir eftir samanburð á nokkrum
köflum af gamla handritinu við uppskrift Jóns lærða, að hún „sé mjög þokka-
leg heimild um varðveittan texta“ í AM 399 4to.1 Rannsókn Stefáns Karls-
sonar styður ekki þá fullyrðingu, að Jón lærði hafi breytt „oftar en aðrir".
Ekki var því mótmælt að forrit A, aðalhandrits Smt, hlyti að vera glatað
handrit með hendi Jóns Erlendssonar í Villingaholti, sem ég kallaði *JErl. Jón
Erlendsson skrifaði upp mörg handrit að beiðni Brynjólfs biskups Sveinsson-
ar. Biskupinn gerði miklar kröfur til nákvæmni eins og kemur fram í upp-
skriftum Jóns á íslendingabók, þar sem Jón skrifaði gamla og glataða handrit-
ið tvisvar upp, af því að biskupi þótti fyrri uppskriftin ekki nógu nákvæm.2
1 Guðmundar sögur biskups. I. Ævi Guðmundar biskups. Guðmundar saga. A. Stefán Karlsson
bjó til prentunar. Kbh. 1983. EA B. 6. lvii.
2 íslendingabók Ara fróða. AM. 113 and 113 b, fol. With an introduction by Jón Jóhannesson.
Rv. 1956. viij-ix.