Gripla - 01.01.2000, Qupperneq 307
SVÖR VIÐ ANDMÆLARÆÐUM
305
Snorra, því að margir halda því fram að þar hafi textinn verið styttur, þótt af
sama stofni sé upphaflega kominn,3 en það kemur málinu ekki við. Hér vil ég
einnig minna á, að í rannsóknum sínum á Eddu Magnúsar Olafssonar
komst 1. andmælandi að þeirri niðurstöðu, að Magnús Olafsson hefði við
samsetningu hennar notað annað handrit, sjálfstætt, en náskylt þeim skinn-
bókarbrotum Snorra-Eddu sem oft hafa verið kölluð A (AM 748 I b 4to) og B
(AM 757 4to), en þó frá hvorugu þeirra runnið einvörðungu. Þetta handrit
taldi hann hafa verið lítilsvert pappírshandrit, en þó eldra en önnur varðveitt
pappírshandrit Snorra-Eddu, nema e. t. v. Trektarbók.4 Það handrit var skrif-
að um 1600 eftir glataðri skinnbók. Hér er einnig rétt að minna á að Oddur
biskup Einarsson segir að í bruna í Skálholti 1630 hafi farið: ‘Item gömul
kálfskinnsbók in folio sem eg átti sjálfur þar var á Lilja og mörg heilög fom
kvæð(i). Item Edda og Speculum.’5 Hér eru m. ö. o. heimildir um tvö glötuð
skinnhandrit Snorra-Eddu, og að auki eitt, sem líklegast var á pappír, og öll
voru þau til á 17. öld. Nú er vel trúlegt, að ekki hafi fundist allar heimildir frá
17. öld um Eddur og einnig er líklegt að einhver handrit hefðu getað glatast
og ekki skilið eftir sig nein spor, sem vitað er um, enn sem komið er a. m. k.
Því til sönnunar að forrit Eddutextans í Smt hafi ekki getað verið sjálf-
stæður texti segist 1. andmælandi (279), ekki þekkja
einn einasta leshátt í texta Jóns lærða sem getur verið úr óháðu skinn-
handriti, þar sem hin skinnhandritin, sem til eru, hafa sameiginlega
villu. Til dæmis er í formála Snorra orðið ‘höfuðtungur’, sem útgef-
endur hafa talið ritvillu og ætti að standa höfðingjar (Edda Snorra
Sturlusonar 1931:4.4). Sú villa (ef hún á að heita það) er ... einnig hjá
Jóni lærða.
Villa þessi hefði getað verið komin inn í forrit allra varðveittra handrita
Snorra-Eddu, svo að mér finnst hún sanna lítið. Eitthvað sýnist 1. andmæl-
andi líka svipaðrar skoðunar er hann segir: „(ef hún á að heita það)“. Einnig
fullyrði ég aldrei, að *0 hafi verið svo gamalt, segi reyndar (1:298), að hugs-
anlegt sé, að *0 hafi getað verið ung pappírsuppskrift eftir gamalli skinnbók
og ef svo hefði verið myndi það rýra gildi textans. Þess vegna finnst mér gæta
misskilnings þegar 1. andmælandi segir (279): „engin ástæða er til að halda
3 Edda Snorra Sturlusonar udgivet efter hándskrifteme ... ved Finnur Jónsson. Kbh. 1931.
xxvii og xxxi.
4 Edda Magnúsar Ólafssonar (Laufás-Edda). Edited by Anthony Faulkes. Rv. 1979. 170-172,
26-28.
5 Páll Eggert Ólason. Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Islandi. IV. Rv. 1926. 55, en hér
eftir AM 243 4to, 22r.