Gripla - 01.01.2000, Qupperneq 308
306
GRIPLA
að hann sé nær texta Snorra en það sem stendur í öðrum uppskriftum.“ Aftur
á móti langar mig í framhaldi af þessu til að benda á leshátt (11:8.8), en um
hann fullyrði ég (1:289), að texti Jóns lærða sé þar betri en texti W og vitnaði
þar um til athugasemda Finns Jónssonar í sérútgáfu W. Ormsbók eða W var
það handrit sem stóð næst því handriti Snorra-Eddu, *0, sem var forrit Eddu-
texta Smt og verður að telja að þetta dæmi styrki verulega, að *0 hafi haft
sjálfstæðan texta, því að textinn þama getur ekki verið uppskrift af W. Einn-
ig vil ég nefna einn leshátt (11:60.11-12), sem ekki á sér hliðstæðu í neinu
handriti Snorra-Eddu, en áður stendur: „Enn i þessari stendr sva“. Ég ræði
þennan leshátt á tveimur stöðum (1:294 og 363) og finnst að útgefendur
þyrftu í framtíðinni að geta hans neðanmáls í vönduðum útgáfum. Eins og áð-
ur sagði er ekki allur Eddutexti Smt sambærilegur við R og W, en þar má
einkum nefna texta (II: 13.22-14.2), sem aðeins er varðveittur í U og C-brot-
inu úr Eddu. Ég þykist sýna fram á, að texti Smt sé þar hvorki runninn frá
þeim handritum né uppskrift Jóns lærða af U, sem ég kalla M. Þess vegna
virðist texti á þessum parti ekki geta verið kominn úr varðveittu handriti
Snorra-Eddu og þá var einnig eðlilegt að álykta að svo gæti verið um fleiri
staði. Þess vegna fínnst mér of sterkt til orða tekið, að *0 hafi aldrei verið til,
því að eftir einhverju varð Jón að skrifa Smt.
Mér finnst greinin þar sem 1. andmælandi ræðir um „lesbrigði frá skinn-
handritum í Samantektum", þ. e. um 5) kafla a), ekki vera nægjanlega rök-
studd og var hér að ofan getið dæmis um það. Eitt „tiltekið lesbrigði“, 70.14,
tel ég (1:295) ‘mjög traust dæmi um sjálfstæði A’, en um það segir 1. andmæl-
andi (279): „ekki er önnur ástæða til að álíta það en að texti Jóns er öðruvísi
en í skinnhandritunum." I þessu tilviki er Eddutexti Smt aðeins varðveittur í
Konungsbók, sem er frábrugðinn. Mér gengur mjög illa að skilja hvemig
hægt er að útskýra leshætti í Smt á 45.14-47.5, 49.12-51.8 og 80.6-24, sem
ég tilgreini í umræddum kafla, án þess að gera ráð fyrir að texti forrits hafi
verið sjálfstæður, þ. e. öðru vísi en í þremur gömlu handritunum. Seinasta
dæmið, eða niðurlag þess, gengur mér mjög illa að skýra svo, að þar hafi
textum verið blandað saman. Textinn virðist fylgja fyrst U, en síðan klausa
sem vantar í U en er ekki samhljóða RW.
Nú er það annað mál, að það verður að viðurkenna, að glötuð miðalda-
handrit með texta Snorra-Eddu hafa verið til fram á 17. öld. Hér vil ég
hnykkja á því sem ég segi (1:299), að í Smt séu dæmi um að „sumar“ eða
„aðrar Eddur“ séu tilvísanir í U eða M, en einnig eru nokkur dæmi, sem ekki
verða rakin til kunnugs Edduhandrits, og ég taldi það handrit sem Jón lærði
sagðist hafa séð í æsku sinni. Hvorugur okkar ræðir um Eddubrotin, en
hvemig var textinn í glötuðu hlutum þeirra? Finnur Jónsson sagði um texta
Trektarbókar, að hefði forrit hennar varðveist hefði verið réttast að leggja það