Gripla - 01.01.2000, Síða 309
SVÖR VIÐ ANDMÆLARÆÐUM
307
til grundvallar við útgáfu Snorra-Eddu.6 Þegar hugsað er til foreyðslu bóka á
17. öld, sem Jón getur víða um, hlýtur manni að detta í hug, að handrit
Snorra-Eddu, og það fleiri en eitt, hefðu getað glatast. Aftur á móti er 1. and-
mælanda vel um það kunnugt, að uppskrift Trektarbókar og sýsl Magnúsar
Olafssonar við Eddu átti sér stað fyrr en áhugi á fomum fræðum vaknaði að
marki og vík ég að þessu (1:33-34).
Mér finnast þessar athuganir okkar sýna svo ekki verði um villst að rann-
saka verði miklu betur en þegar hefur verið gert uppskriftir Snorra-Eddu frá
17. öld, því að það gæti hugsanlega sannað hvort þær em sjálfstæðar eða með
blönduðum texta. Þar gæti leynst Eddutexti af sama stofni og í Smt. E. t. v.
segjum við báðir eins og Finnur Jónsson í elli sinni um þörf á útgáfu gamalla
rímna: „Það verða aðrir en jeg að gera.“7
Texti Smt er uppskrift á gömlu og glötuðu handriti Snorra-Eddu með við-
bótum Jóns lærða. Þess vegna var nauðsynlegt að hafa þar umfjöllun um
hvað er viðbót og hvað ekki. Eg vonast til að útgáfa mín gagnist bæði Orða-
bók Amanefndar og þó öllu fremur Orðabók Háskólans. Meðal annars af
þeim sökum var reynt að greina að texta með smáu og stóm letri eftir því
hvort útgefandi áleit hann vera miðaldatexta eða frá Jóni lærða. Mér finnst
ekki skipta öllu máli hvort Eddutextinn eða viðbót Jóns lærða er með stóm
eða litlu letri, heldur hvort aðgreiningin er gerð af nákvæmni og sýni glögg-
lega, eftir því sem hægt er, hvemig efnið skiptist. Satt að segja finnst mér hér
vera sígilt dæmi um að hægt sé að hafa mismunandi skoðanir, og jafnvel eyða
óþarflega miklum tíma í mál, sem ekki skipta alltof miklu.
Ræða 2. andmælanda
Þau eru orð 2. andmælanda (284), að meginvandi sé, að höfundur viti ekki
hvort bókin sé „ritgerð um Jón lærða eða útgáfa á Edduritum hans“. Því má
þar til svara, að þótt yfirliti um æviferil Jóns lærða og ritstörf hefði verið
sleppt, þá hefði fyrra bindið, um 500 síðna inngangur, aðeins styst um 100
síður, eða fimmtung. Hefðu efnishlutföllin verið öfug, æviferill Jóns verið 3
til 4 sinnum lengri en annað efni, hefði 2. andmælandi haft eitthvað til síns
máls. Hann ber einnig nokkuð saman Edduritin og útgáfu mína á riti, sem
hann kallar „Ensk miðaldaævintýri“ (285), en heitir reyndar réttu nafni
Miðaldaævintýri þýdd úr ensku. Finnst honum ég hefði mátt taka þá ritsmíð
til fyrirmyndar og hafa innganginn styttri að Edduritunum. Samanburður á
6 Edda Snorra Sturlusonar udgivet efter hándskrifteme ... ved Finnur Jónsson. Kbh. 1931. lvii.
7 Finnur Jónsson. Ævisaga eftir sjálfan liann. Kbh. 1936 (Safn Fræðafjelagsins. X.) 165.