Gripla - 01.01.2000, Síða 310
308
GRIPLA
bókunum er ekki sanngjam, því að efnið er svo misjafnlega í hendur búið,
varðveislan er gerólík. I ævintýmnum var textinn oft aðeins varðveittur í einu
handriti, en varðveisla Edduritanna var miklu flóknari. Fimm handrit með B-
texta og N-handritið hafa textagildi og gera því útgáfuna á Smt mjög flókna.
Þess vegna þurfti að eyða miklu rými í umfjöllun um þau handrit, en ekki var
þörf á neinu álíka í ævintýrunum. Inngangur að Edduritunum varð langur m.
a. vegna þess að mörg handrit þeirra brunnu í Kaupmannahöfn 1728 og fyrir
vikið varð að taka tillit til fleiri handrita en ella hefði þurft.
Ekki get ég fundið að birst hafi á prenti 1971 sú löngun mín (285) „að
gera Jóni sjálfum ítarleg skil og hefja hann óvéfengjanlega upp í lærðra
manna tölu“. Þetta er rangt og er ekki í ritgerð minni í Afmælisriti til dr. phil.
Steingríms J. Þorsteinssonar prófessors, og sama ár birti ég ekki annað á
prenti um Jón lærða. I orðalaginu að hefja „upp í lærðra manna tölu“ felst að
ég hafi átt að komast að niðurstöðunni fyrirfram, sem mér finnst mjög ófræði-
legt, svo ekki sé meira sagt. Edduritin voru upphaflega aðeins hugsuð sem út-
gáfa á Smt, þótt bætt hafi verið við öðru riti, Ristingum. Eg geri grein fyrir
efnisafmörkun í formála (1:13-15). Þess vegna finnst mér krafan um heildar-
útgáfu á verkum Jóns lærða nokkuð fjarstæðukennd, enda yrði hún mikil að
vöxtum. Nauðsynlegt er að gefa út: Tíðfordríf, Um nokkrar grasanáttúrur og
Um ættir og slekti, en af ritum í óbundnu máli er ekki eins nauðsynlegt að
gefa út: Um Islands aðskiljanlegar náttúrur og þýðingu á Heimshistoríu
Fabróniusar. Af ritum í bundnu máli er helst að nefna kvæðin gegn Snjáfjalla-
draugunum, Aradalsóð, vikivakakvæði, kvæðin í handriti frá Winnipeg og
Tímarímu. Ekki er fjarri lagi að giska á, að texti hvers og eins þessara þriggja
hluta sem að ofan voru nefndir yrði álíka langur og texti Edduritanna einna,
svo að heildarútgáfa á ritum Jóns lærða yrði stórt rit, þótt inngangur bindanna
yrði eitthvað styttri en að Edduritunum. I þessari upptalningu er þó sleppt:
Sannri frásögu, Armanns rímum og Fjölmóði, sem liggja fyrir í bærilegum út-
gáfum, en gætu orðið eitt bindi til viðbótar. Heildarútgáfa á verkum Jóns
lærða er forsenda (285) fyrir „allsherjar úttekt á Jóni“ og það verður að teljast
mjög ósanngjöm krafa að hafa hana í þessari ritsmíð. Nákvæm rannsókn á rit-
um hans er nauðsynleg fyrir ævisöguna, eins og sýnir sig t. d. (1:64-65 og
89). Ég held að 2. andmælandi hafi gert of mikið úr því er ég fór að rökstyðja
ástæður fyrir því, að ég setti ævisögu Jóns lærða og yfirlit um ritstörf hans í
Edduritin (1:56- 57). Mér finnst svo margt hafa komið fram á síðustu árum
um ævi og rit Jóns lærða, sem ekki hefur verið notað sem skyldi, að eftir-
komendunum myndi þéna að hafa yfirlit á einum stað.
Um titil ritsins er það að segja, að mér fannst rétt að hafa þar fullan titil
beggja ritanna, en mér er fullljóst, að styttur titill verður eðlilega mest notaður
og er ekkert við því að segja.