Gripla - 01.01.2000, Síða 311
SVÖR VIÐ ANDMÆLARÆÐUM
309
1. Frágangur
Ekki get ég verið sammála 2. andmælanda í því er hann sagði um handrit og
vísanir til þeirra. Ekki þykir mér heldur hagnýtur fróðleikur er hann fer að telja
handritin, sem vísað er til í Edduritunum. Ekki er heldur rétt sem segir (285):
„Ekkert handritanna heitir neitt í skránni“, því að aftast í handritaskrá stendur:
‘Sjá ennfremur þessi texta- og handritanöfn í nafnaskrá:’ Síðan er upptalning
á allmörgum heitum handrita, sem vísað er til í nafnaskrá. Einnig eru í hand-
ritaskrá aftan við þau handritanúmer, sem oftast er vitnað til, skammstafanir,
sem skýrðar eru (1:18). Yfirleitt heita handrit ekki neitt og þyrfti að gefa flest-
um handrit heiti til þess að hægt yrði að hafa nafn á hverju einasta handriti. Þá
getur komið upp að einn fræðimaður gefi handriti þetta heiti, annar gefi því
nýtt heiti. Ef engin handritaskrá er í ritunum, verður erfitt að finna heiti sem
áður hafa verið notuð svo að úr þessu getur orðið mikill ruglingur, sem er
óhugsandi ef safnmörk handrita eru notuð. Þessi aðferð sem 2. andmælandi
óskar eftir getur verið brúkleg við fræðirit, þar sem fá handrit eru mikið notuð,
en hentar miður í riti eins og hér er til umræðu. Eg hef alltaf talið nægja að
tilgreina safnmörk handrita sem jafnframt er tilvísun í handritaskrár. Skjala-
skrár eru því miður ekki eins aðgengilegar og nákvæmar og handritaskrár.
Neðan við fyrirsögnina: „Heimildaskrá" (1:462) stendur: „í heimildaskrá
eiga að vera öll rit og skjöl, sem vitnað er til neðanmáls" [leturbreyting hér].
Handritin úr heimildaskránni eru líka í handritaskrá og þar eru einnig þau
handrit sem ekki eru nefnd neðanmáls. Mörg þeirra eru nefnd einu sinni í
upptalningu á því í hvaða handritum tiltekið rit er að finna, og oft er það rit
ekki nefnt í lýsingum í prentuðum handritaskrám, sbr. tilvitnuð orð 1. and-
mælanda hér að framan. Sem dæmi má taka upptalninguna á handritum af
skýringum Bjöms Jónssonar á Skarðsá á Sigurdrífumálum (1:175). Stundum
skiptir efni handritsins eða heiti þess litlu máli, eins og þegar aðeins er sagt að
tiltekin handrit séu með hendi tiltekins skrifara (t. d. 1:239).
Eg minnist þess ekki að hafa séð gengið frá handritum í bókaskrám með
þeim hætti, sem 2. andmælandi telur að átt hefði að gera, og get ekki heldur
séð að sá háttur sé betri en ég og flestir aðrir nota. Miklu nauðsynlegra er að
hafa skrá um handrit, sem vísað er til, heldur en gefa heiti handritum, sem
hafa glöggt númer og liggur oftast fyrir í prentuðum og aðgengilegum hand-
ritaskrám. Þegar höfð er skrá um handrit, sem vísað var til, er auðvelt að finna
hvar í ritinu vitnað er til tiltekins handrits og kemur að betri notum en klína
með misjöfnum rétti nafni á einstök handrit. Hafi bókarhöfundur komist að
nýjum sannindum um skrifara, aldur eða innihald í ákveðnu handritanúmeri,
þá er slíkt auðfundið með því að fletta í handritaskrá í bókinni.
Ekki er 2. andmælandi ánægður með aðferð mína við heimildaskrá og