Gripla - 01.01.2000, Side 314
312
GRIPLA
hvemig vinnubrögð mín í Edduritum standast kenningar. í textaútgáfum er oft
ekki vitnað í fræðilegar reglur, þótt þær séu notaðar í raun við frágang texta
og samning inngangs. I framhaldi af áðurtilvitnuðum orðum um tengsl hand-
rita að Edduritum Jóns lærða segist 2. andmælandi (289) „harma skort á yfir-
vegun eða umhugsun um það hvaða reglur megi nota eða hanna til að skera
úr um það hvernig eitt handrit tengist öðm eða ekki“. Þetta hélt ég reyndar að
væri mjög augljóst og 1. andmælandi orðaði það svo (278): „Aðeins er hægt að
sýna fram á tengsl handrita af sameiginlegum villum“. Mér finnast nægilega
mörg dæmi vera sýnd um þetta (1:267-268). Ekki er hægt að fallast á (289) að
handrit Smt „frá síðari hluta 18. aldar“ séu „skrifuð fremur til skemmtunar en
fræðilegra afnota“. I þessu ætti að felast að það sé gert til skemmtunar að sleppa
úr texta Snorra-Eddu meim en Bjöm á Skarðsá gerði, eins og gert er í B2 og B3, en
láta viðbætur Jóns lærða halda sér. Augljóst sýnist að þama sé fræðigildið haft í
fyrirrúmi, enda segir í fyrirsögn í B2 (sbr. 1:233) að þar sé „tillegg nockurt Heir-
ande til Snorra Eddu, sem ecke er ad finna i þeim þricktu".
I framhaldi af því sem segir um Aradalsóð, er talað um orðaval mitt síðar
(1:294-295), sem er varkárara en á fyrri staðnum, þ. e. (1:267-268). Fyrir var-
kárninni em þær ástæður, að á fyrri staðnum er talað um skyldleika handrita
B-flokks, þar sem leshættir eru öruggari og betra að komast að ótvíræðum
niðurstöðum, enda víst að milliliðir hafa ekki getað verið margir. Skyldleiki
handrita Snorra-Eddu er aftur á móti miklu flóknara mál. Ástæðan fyrir því er
m. a. að tvö glötuð handrit a. m. k. em milli *0 handritsins með texta Snorra-
Eddu, sem Jón skrifaði eftir, og þess handrits Smt sem við höfum nú, Á.
2. andmælandi segir (289), að veigamesta reglan um skyldleika handrita
„sem orðuð er í inngangi Edduritanna er að útgáfa Ólafs Davíðssonar á Ára-
dalsóði Jóns sé ófullnægjandi „þar sem ekki er tekið tillit til allra handrita,
sem kunn eru nú“ (137)“. Um þetta atriði er rétt að fara nokkrum orðum. Þótt
ekki sé tekið tillit til allra handrita getur útgáfa verið fullnægjandi í leit að
upphaflegustum texta. Það á við þegar farið er eftir elsta handriti og eru t. d.
Völsunga saga og Harðar saga góð dæmi um slíkt, en þar er eitt gamalt hand-
rit til sem öll önnur varðveitt handrit em komin af. Minnst er á handrit af Ára-
dalsóði frá 17. öld (1:137 og 138), sem ekki var notað við útgáfu Ólafs Davíðs-
sonar en í eru „nokkrar vísur umfram prentaða textann". Vemlegu máli skiptir
að vita hvemig texti kvæðisins var frá hendi Jóns lærða, því að ég hef áður
borið saman texta Áradalsóðs og ritsins Lítið ágrip unt hulin pláts og yfir-
skyggða dali á fslandi til að kanna hvort sami höfundur sé að báðum. Þess
vegna er nauðsynlegt að hafa texta Áradalsóðs sem líkastan þeim sem Jón
lærði gekk frá; annars er hætta á að samanburður ritanna verði byggður á
sandi.
Um villur (291) „í ályktun háskólaráðs Hafnarháskóla um Jón lærða 15.