Gripla - 01.01.2000, Blaðsíða 315
SVÖR VIÐ ANDMÆLARÆÐUM
313
apríl 1637“, er ég undir sömu sök seldur og útlendur ritari Þ, sem skildi ekki
málið og fylgdi þess vegna stafsetningu forrits síns af nákvæmni. Eg saknaði
þess að villumar voru ekki taldar upp. Betra hefði verið hér að nefna dæmi
(291) úr íslenskum tilvitnunum „um það hversu vitlaust það getur verið að
gefa út stafrétta texta“, því að vilji útgefandi nota aðra stafsetningu en þá sem
er á heimildum, þá verður hann að hafa fullkomið vald á málinu, sem á ekki
við í þessu tilviki. Ástæðan fyrir því, að ég skuli hafa notað úrelta skráningu
á þessum skjölum úr Ríkisskjalasafni Dana er sú, að Vésteinn Olason útveg-
aði mér ljósrit af þeim fyrir um það bil 30 árum og mér láðist að athuga hvort
breytingar hefðu orðið á skráningu síðar.
Athugasemdir um hvemig leyst er upp úr böndum og svigar em notaðir
komu mér vemlega á óvart, því að ekki veit ég betur en farið sé eftir venju-
legum reglum, sem tíðkast hafa á Ámastofnununum á undanfömum ámm.
Handrit Ásgeirs Jónssonar er ekki mikið bundið, hönd hans alkunn og hann
styttir ekki mikið, svo að af þeim sökum er engin ástæða til að skáletra upp-
leyst bönd. Verið getur og að hann hafi stytt minna, þar sem hann var að
skrifa fyrir Svía, e. t. v. í uppmælingu. Það er næstum því að maður freistist til
að spyrja, em til dæmi um fomafnið ‘hvir’? Ovanaleg er athugasemd um, að
settir séu svigar um einstaka orðhluta, því að þar er fyllt það sem skammstaf-
að er, því að ‘s.’ getur t. d. bæði merkt nútíð og þátíð af ‘svara’ og ‘segja’.
Um stafsetningu vil ég svara því til að þar sem gefnir eru út fomir textar í
bland var ekki talið eðlilegt í fræðilegri útgáfu að breyta stafstetningu. Þess
vegna em fyrirmyndimar um stafsetningu í öðmm útgáfum á ritum Jóns
lærða ekki fyllilega sambærilegar.
Ég er alls ekki sammála 2. andmælanda er hann segir, að fylgispekt við
handrit fari út í öfgar, því að dæmin, sem hann nefnir (291-292), em ekki vel
valin. Til þessa hefur ekki verið talin góð latína við textaútgáfur „að leiðrétta
þegjandi og hljóðalaust“. Við það dæmi er einnig rétt að minna á að í orðinu
‘einn’ hefur orðið breyting á hljóðgildi og lengd samhljóðsins, svo að mögu-
legt er að rithátturinn geti sýnt slíkt. Beinlínis er rangt að segja (292), að
tvímælis orki, „að breyta „all eftir látt“ í handriti Ásgeirs í ,,all(t) eftir látt“
(II: 88)“. Hér hefði verið betra fyrir 2. andmælanda(289) að fara „í saumana á
athugunum doktorsefnis á innbyrðis tengslum handrita að Edduritum Jóns“. I
þessum kafla Smt er ættartré, stemma handrita, þrískipt eins og kemur fram á
teikningunni (1:269) og síðar (1:282-283) stendur: „... er með samanburði
þessara þriggja flokka hægt að leiðrétta villur í Á, ef N og B ber saman og er
svo gert.“ í umræddum kafla eru lesbrigði tekin úr N og B', en einnig er
notað handritið K af B-flokki, náskylt B'. Með sama rétti hefði mátt segja að
allar breytingar á þessari sögu (1:88) orki tvímælis, en hér er greinilega um
gmndvallarmisskilning að ræða. Umrædd saga er gott dæmi um að hægt er