Gripla - 01.01.2000, Page 316
314
GRIPLA
með samanburði texta mismunandi handrita að endurgera texta aðalhandrits,
gera hann réttari en handritið, sem lagt var til grundvallar.
Mér finnst eðlilega að 2. andmælandi hafi gert of mikið úr því, að ég hafi
verið of nákvæmur í skýringum mínum á viðbótum Jóns lærða við Smt. Hann
hefur ekki farið að eins og 1. andmælandi sem bætti við gagnlegum athuga-
semdum. Hér er því til að svara, að texta frá 17. öld með tilvrsunum í foma
texta verður að athuga gaumgæfilega með tilliti til þess, hvort skrifari hafði
undir höndum eða hafði spurnir af einhverjum textum, sem ekki eru lengur
varðveittir. Mikil foreyðsla bóka átti sér stað á 17. öld. Munnlegar heimildir
eru líka merkilegar, þar sem þar getur verið sitthvað sem eldri heimildir eru
ekki annars til um. 2. andmælandi segir að ég hafi átt að velja (292), „vinsa úr
efni sem er virkilega áhugavert til umfjöllunar“, og nefnir síðan tvö dæmi.
Þarna þykir mér þögnin fróðleg, því að ekki er nefnt, að á tveimur stöðum
þykist ég sýna fram á, að í Smt hafi verið notaðar leiðslur, sem ekki eru í
heild varðveittar núna: þ. e. niðurlag á Duggals leiðslu og einhver ókunn
heimild um Furseus. Einnig get ég um notkun bragarháttar á tíma er notkun
hans var ella ókunn. Mér þykir vel þess virði að reyna að athuga sannleiks-
gildi frásagnarinnar um brennu bókanna á Helgafelli. Aldrei er hægt að vera
viss um hvert einstakt tilvik nema að rannsaka það gaumgæfilega. Auk þess
taldi ég rétt að greina að með nákvæmni það sem ég taldi texta Snorra-Eddu
frá því sem gat verið viðbót Jóns lærða, sbr. það sem áður sagði. Rétt er að
Ristingar eru útskýrðar á þægilegri máta, enda eru þær þægilegra rit til skýr-
inga, margfalt styttra. Einnig þurfti vegna rökstuðnings um höfund Ristinga
að skýra oftar en einu sinni sum atriði og þess vegna hefði verið erfitt að setja
þar upp skýringar á sama máta og í Smt. Texti Smt er langur og sömu atriði
eru oft nefnd á mörgum stöðum, og þá eru gjaman tilvísanir í aðra staði á
einum tilteknum stað. Dæmi um það er t. d. Yngvars saga víðförla, sem nefnd
er í Smt á s. 37. 23-27 og 57.20-21. Hefðu Smt verið útskýrðar á sama máta
og Ristingar hefði verið miklu erfiðara að finna skýringar á tilteknu atriði í
texta, því að það gæti kostað leit að sjá hvaða athugasemdir eru við tiltekna
klausu. Mér þykir þó helst vanta hér í mál 2. andmælanda að ekki er nefnt
„Yfirlit“ um 5. kafla b) (1:395-401), en þar eru heimildir viðbótarefnis við
Eddutextann raktar eftir efnisflokkum; gert eins konar efnisyfirlit yfir 5. kafla
b), sem hlýtur að gera hann aðgengilegri en ella.
3. Nýjungarnar sjö
Um þær hefur 2. andmælandi inngang og síðan yfirlit um helstu nýjungar í
ritsmíðinni og vil ég gera athugasemd á einum stað, er hann segir í lok inn-