Gripla - 01.01.2000, Blaðsíða 317
SVÖR VIÐ ANDMÆLARÆÐUM
315
gangs (293) um handrit Snorra-Eddu, sem Jón lærði notaði, að þar sé ég ekki
viss í minni „sök um gildi hins óþekkta handrits Snorra Eddu“ er ég segi
(1:298): „engin leið er lengur að vita, hvort *0 var gamalt handrit á skinni eða
ung og óvönduð pappírsuppskrift." Hér finnst mér eðlilegast að skilja orð 2.
andmælanda svo að hann telji, að óvönduð pappírsuppskrift hafi ekkert gildi,
en þar gætir nokkurs misskilnings, sem verður best útskýrður með hliðstæðu
dæmi. Eitt af handritum Snorra-Eddu, sem reyndar var nefnt hér að framan,
er varðveitt í Utrecht í Hollandi og er af þeim sökum oft kallað Trektarbók.
Hún er frá því um 1600 og talið er víst, að handritið sé uppskrift af skinnbók
frá því um 1300. Nú er varðveislu Smt svo háttað að vitað er með vissu um
tvo milliliði milli Edduhandritsins, *0, sem Jón lærði notaði, og aðalhandrits-
ins, Á. Ef texti Trektarbókar hefði verið í Smt, væri m. a. vegna fyrmefndra
milliliða erfitt að vita hvort í *E hefði verið notuð skinnbókin sjálf eða
pappírsuppskriftin. Textinn væri samt sem áður gamall og hefði nokkurt gildi,
sem vitanlega er minna eftir því sem milliliðimir eru fleiri, en væri þó gulls
ígildi ef ekki væri annað handrit Snorra-Eddu varðveitt.
Nýjung 1 um að Brynjólfur Sveinsson biskup hafi ætlað að skrifa bók um
foman norrænan átrúnað. Þar finnst mér vart koma nægjanlega vel í ljós hjá
2. andmælanda, að elsta beina heimildin um þetta fyrirhugaða rit um fornan
norrænan átrúnað er í latínuriti eftir Brynjólf sjálfan frá árinu 1647, sem Jak-
ob Benediktsson hefur gefið út, skýrt og skrifað um. Jakob gat þess (sbr.
1:37), að í efni frá Brynjólfi biskupi frá ámnum 1641-1642 í Saxaskýringum
Stephaniusar bæri „mest á efni sem lýtur að átrúnaði fommanna og ýmsum
siðum sem við hann eru tengdir“. Það sem ég geri er einkum að telja sum rit
Jóns lærða og Bjöms á Skarðsá augljóslega tengjast þessum áformum Brynj-
ólfs og telja hugmyndina nokkm eldri en áður var talið eða frá því fyrir 1640.
Vegna þessa segir 2. andmælandi (294):
Ég hefði hins vegar viljað sjá viðleitni Brynjólfs sem þungamiðju
verksins. Ritið hefði orðið heildstæðara og hugmynd þess skýrari.
Jafnframt hefði orðið til einkar vænlegur útgáfupakki með Edduritum
Jóns lærða báðum og Tíðfordrífi hans ... Fylgt hefðu tvö eða þrjú rit
Bjöms á Skarðsá, sem fékk að virðist sömu eða svipaðar spumingar
um Eddur frá Brynjólfi um leið og Jón lærði ...
Vissulega neita ég því ekki, að nauðsynlegt er að rannsaka þessa fræðastarf-
semi Brynjólfs biskups betur en gert hefur verið og einnig að gefa út umrædd
rit Bjöms á Skarðsá. Hér finnast mér vera gerðar ansi miklar kröfur um mjög
víðtækar rannsóknir, því að í upphafi máls síns taldi 2. andmælandi rétt að