Gripla - 01.01.2000, Síða 318
316
GRIPLA
gefa út öll rit Jóns lærða. Verkefnið var eins og áður hefur komið fram upp-
haflega hugsað sem útgáfa á Smt einum, en síðar bættust Ristingar við. Hér er
nú farið fram á að út verði gefið Tíðfordríf og að auki tvö rit eða þrjú rit eftir
Björn Jónsson á Skarðsá.
Astæðan fyrir því, að skýringar Bjöms á Skarðsá á Brynhildarljóðum
vom ekki gefnar út, er skýrð á s. 175, en þar kemur fram að ritið er mjög mis-
langt í handritum og varðveitt í æði mörgum. Þess vegna yrði útgáfa að lík-
indum mjög erfið og tímafrek. Eg reyndi að létta eftirkomendunum róðurinn
með því að telja upp öll handritin. Eg lít svo á að rannsókn þeirra geti jafnvel
fært okkur nær vissu um, hvenær kverið týndist úr Konungsbók Eddukvæða
og hverjir hafi hugsanlega átt þar hlut að máli og vík ég að því (1:47). Ef öll
þessi rit hefðu verið gefin út í Edduritunum hefði textabindið getað orðið
álíka stórt og inngangurinn er nú og sennilega á mörkunum að tekist hefði að
hemja innganginn í tveimur bindum. Niðurstaðan er því sú, að hefði þessi
krafa 2. andmælanda verið tekin til greina hefði verkið orðið miklu stærra en
við hæfi er að gera kröfu til; einnig hefði verkið orðið allt annað en áformað
var í upphafi. Svar við þeirri spumingu, hvað Jón lærði sagði merkilegt,
finnst í fyrmefndu „Yfirliti“ við 5. kafla b) og „Niðurstöðum um Ristingar“ í
lok 6. kafla.
Ég held að lítil ástæða hafi verið að ræða tilgreind (294) ummæli Finns
Jónssonar, því að hann var oft fullyrðingasamur og hafði jafnan fremur lítinn
áhuga á öðru en fomritum og fyrirleit alla hjátrú, svo að af þeim sökum er
ekki við því að búast að honum hafi fundist viðaukar Jóns lærða merkilegir.
Um rannsóknir Viðars Hreinssonar verð ég aftur á móti að segja, að mér
finnst þögnin hæfa þeim best.
Nýjung 2, sem 2. andmælandi kallar hér (294) er, ‘að Jón lærði hafi notið
meira álits samtíðarmanna sinna en talið hafi verið’. Við erum hér alveg sam-
mála, en ekki er rétt að þakka mér einum, því að merkustu rannsóknir því til
stuðnings er útgáfa Olafs Halldórssonar á Grænlands annálum, þar sem
niðurstaðan var að Jón lærði hafi samið annálin um 1623 fyrir Hólamenn.
Þetta sýnir álit á Jóni lærða er hann var á Snæfellsnesi og breytir miklu meir
heildarmyndinni, sem við höfðum af viðhorfum til hans, heldur en þó ég
dragi fram að hann hafi samið Ristingar og Bjöm á Skarðsá hafi stytt Smt.
Einnig sannar skólavist Guðmundar, sonar Jóns lærða, að hann hefur hlotið
nokkra uppreisn, en af því höfðu menn ekki dregið ályktanir. Annars var
sama forsenda hjá mér og Jóni Grunnvíkingi (1:57) að skrifa langt mál um
æviferil Jóns lærða; okkur fannst báðum of mikil vitleysa hafa verið skrifuð
um hann.
2. andmælandi hefur hér dregið fram í dagsljósið heimild um hórdóms-