Gripla - 01.01.2000, Side 319
SVÖR VIÐ ANDMÆLARÆÐUM
317
brot Jóns lærða, sem mér var ókunnugt um, og hér kemur glögglega í ljós
gildi þess að vera kunnugur heimildum. Hér fáum við nafn á bamsmóður
hans og fæðingarár Jóns litla lærða, sem reyndar fór nærri því sem ég hafði
áður ályktað. Allt er þetta hið besta mál og heimildin styrkir líkur á sannleiks-
gildi sögunnar um tilgreind orð Gísla Magnússonar, Vísa-Gísla, við Jón lærða
(1:96-97). Skjölin sem þama er vitnað til vom mér ekki kunn, en hér vil ég
leyfa mér að vitna í orð Páls Eggerts Olasonar.8 Af þessu er augljóst að reikn-
ingamir eru nytsamlegir til margra hluta, enda er ég og 2. andmælandi alveg
sammála um brýna nauðsyn þess að gera skjöl frá 17. öld aðgengilegri en þau
em nú.
2. andmælandi gagnrýnir skipulag á uppsetningu æviágripsins og yfirlits-
ins yfir ritstörf Jóns lærða, en ég hafði æviágripið fyrst og síðan yfirlit um öll
ritstörf í tímaröð eftir því sem best er vitað. Hann telur (295) að betur hefði
farið
á samfelldri umfjöllun í tímaröð líkt og til að mynda í doktorsritgerð
Eriks Petersens um þýska fræðimanninn Johann Albert Fabricius, ...
sem varin var við Hafnarháskóla í gær. Sú leið hefði gefið kost á
nokkurri greiningu á hugarheimi og hugsunum hins fjölhæfa og
lífsreynda manns Jóns lærða.
Vitaskuld er ljóst að ekki hefði ég getað haft mér til fyrirmyndar doktorsrit-
gerð sem varin var 12. júní 1998. Astæða er til greiningar á hugarheimi Jóns
lærða eins og 2. andmælandi segir, en það var ekki markmiðið með bókinni
eða kaflanum um ævi Jóns lærða og ritstörf. Mér er til efs að gott hefði verið
að beita sömu aðferðum við Jón lærða og lærdómsmanninn Fabricius, því að
hann var prófessor og vann allt sitt líf að ritstörfum, sem voru prentuð að hon-
um lifandi, þ. e. líf hans var sléttara og felldara og ekki eins stormasamt og
hjá Jóni lærða.
Ekki reyndi ég að velta því fyrir mér (295-296), „hver tilfinning hans [þ.
e. Jóns lærða] hafi verið gagnvart þessum fomu textum". Mér finnst það ekki
koma glögglega fram í Smt og dæmin sem 2. andmælandi tilfærir úr Kross
sögunni í Tíðfordrífi og Armanns rímum em að mínum dómi ekki sambærileg
við Smt, því að í fyrra dæminu er verið að skrifa upp gamlan texta og í því
8 Páll Eggert Ólason. Menn og menntir. III. Rv. 1924. vi:
Af öðrum gögnum í ríkisskjalasafni Dana, ... má einkum nefna landsreikningana (Is-
lands Lens Regnskaber, LR. a), sem hingað til virðast hafa dulizt mönnum. Þessa reikn-
inga má nota á ýmsan annan hátt en hér hefir þurft; t. d. mun ættfræðingum þykja mikils
vert um fylgiskjöl sakeyristeknanna, er telja upp alla þá, er skírlífisbrot hafa hent í
hverri sýslu; sýslumannaraðir landsins má og lagfæra eftir þeim o. fl.