Gripla - 01.01.2000, Síða 320
318
GRIPLA
seinna er hann að yrkja rímur mönnum til skemmtunar, en ekki er verið að
skrifa fræðirit lærðum mönnum til upplýsingar eins og í Smt.
Mér finnst ekki rétt að segja, að ég bergmáli orð Páls Eggerts Ólasonar er
ég tek upp erindi úr ævikvæði Jóns lærða, Fjölmóði, og álykta út frá því um
geðveilu. (Reyndar minntist Páll Eggert á þetta fyrst í Mönnum og menntum
IV:326 og endurtekur sig s. 342.) Erindið ber ekki vott um venjulegt raun-
veruleikaskyn, þ. e. fulla andlega heilbrigði, en ég get ekki skilið hvemig best
er að leggja út af því.
Talað er um að aldrei sé lagt heildstætt mat á vinnuaðferðir Jóns lærða, en
um þær er það að segja að ritverk hans eru svo fjölbreytileg og margþætt að
erfitt er að leggja á þau slíkt mat; rit hans em ósamstæð, og heildstætt mat á
þeim ætti alls ekki heima í Edduritunum.
Mér finnst mjög svo eðlilegt að reyna að gera grein fyrir því, hvort mögu-
legt sé að sjá, hvort Jón lærði vitni í tiltekið rit eftir minni eða ekki. Hugsan-
legt er vissulega, að Jón hafi fengið sent frá Brynjólfi handrit Snorra-Eddu,
sem síðan hafi orðið Eddutexti Smt, en þess handrits ætti þá finna stað víðar.
Var það eitthvert handrita Eddu, sem Brynjólfur átti og nú er aðeins til í brot-
um? Eins og ég hef áður sagt er hugsanlegt, að samanburður texta Smt við
Edduhandrit frá 17. öld gæti skýrt þetta. A móti kemur að á sama stað (11:81)
stendur: „sa litli Eddu partr til Lanz feck“. Þar er ekki átt við handrit frá
Brynjólfi biskupi og ég skildi það svo (1:298), að átt myndi vera við
handritið sem varð heimildin að texta Snorra-Eddu í Smt. Mörg rit eru notuð
sem heimildir í Smt, og gaman væri að vita hve mörg þeirra Jón lærði hefur
haft undir höndum þegar hann setti ritið saman. Þess vegna er eðlilegt að
reyna að gera sér í hugarlund við hvert einstakt atriði, hverja einstaka tilvísun
í tiltekið rit, hvort Jón hafi haft bók við höndina eða ekki. Með því sjáum við
hvaða rit Jón lærði notaði og þekkti, þ. e. voru kunn á 17. öld, og tel ég það
miklu mikilvægara nú um stundir en að rannsaka minnistækni hans.
Nýjung 4 er um B-textann, þar sem fallist er fyllilega á kenningu mína um, að
Bjöm á Skarðsá hafi gert útdrátt úr Smt. Aftur á móti heldur 2. andmælandi
því stíft fram, að rétt hefði verið að prenta B-texta Smt sérstaklega. Stundum,
en það á vitaskuld ekki alltaf við, dettur mér í hug að þeir, sem predika um að
láta prenta sérstaklega aðra texta, séu að koma sér hjá þeirri fyrirhöfn, sem
fylgir því að hafa lesbrigði úr öðrum handritum. Hér vil ég því spyrja til hvers
á að prenta B-textann? Hann er uppskrift af texta Smt þar sem reynt er að
sleppa sem mestu efni úr Snorra-Eddu en halda viðbótarefni frá Jóni lærða og
í staðinn fyrir efnið, sem fellt er niður, em oft settir efnisútdrættir, klausur, og
er um þær fjallað og margar birtar sérstaklega (1:261-266). Engar beinar
viðbætur eru í B-textanum. Glögglega er greint neðanmáls í textabindinu,