Gripla - 01.01.2000, Side 323
SAMTININGUR
ÞJÓÐHILDUR JÖRUNDARDÓTTIR
í eftirritum Hauksbókar er varðveitt stutt frásögn af Öxna-Þóri, og þar er
hann sagður samtímamaður Haralds konungs hárfagra. Ættir frá honum eru
raktar í fáeinum íslenskum miðaldaritum. Ég hef fjallað um þær ættartölur í
grein minni: ‘Ætt Eiríks rauða’, sem birtist 1980 í Griplu (4:81-91). Galli á
þeirri grein er að ættleggur sem samkvæmt Laxdælu er rakinn frá Göngu-
Hrólfi til Guðrúnar Ósvífursdóttur á ekkert erindi í töflu II og III (bls. 82, 83),
og Guðrún ætti ekki að vera nefnd sem samtímamaður annarra afkomenda
Öxna-Þóris (bls. 85). Formóðir hennar, Kaðlín (ef til hefur verið), á stórum
betur heima í niðjatali Göngu-Hrólfs Rögnvaldssonar Mærajarls en Rauðúlfs
(eða Hróðúlfs?) Öxna-Þórissonar.
í þessari grein reyndi ég að færa rök fyrir því, að Eiríkur rauði hafi verið
maður breiðfirskur, eins og Ari fróði segir í íslendingabók (ÍF I:xvii-xviii,
13), og gerði mér leik að því að giska á að hann hafi verið kominn út af Þor-
valdi bróður Ingólfs hins sterka Ánasonar, landnámsmanns á Hólmslátri, trú-
lega Þorvaldsson frá Dröngum á Skógarströnd.
í Eiríks sögu rauða er 2. kapítuli að mestu samhljóða 89. kapítula Land-
námu Sturlubókar og 77. kapítula Landnámu Hauksbókar (IF1:130-32). Þó er
sá munur á að í 2. kap. Eiríks sögu er kona hans nefnd Þórhildur í báðum
aðalhandritum sögunnar, Hauksbók og Skálholtsbók, en Þjóðhildur er hún
nefnd í Landnámu (í Sturlubók, Hauksbók og Melabók) og síðar í Skálholts-
bók, en í öðrum hlutum sögunnar í Hauksbók ýmist Þórhildur eða Þjóðhildur
(Jansson 1944, gr. 150, 186, 187, 189, 197, sjá einnig bls. 86, nmgr. 14). Hún
er í Eiríks sögu og sambærilegum kafla í Landnámu sögð dóttir Þorbjargar
knarrarbringu og Jörundar Atlasonar, en síðar í Landnámu, 122. kapítula
Sturlubókar, 94. kapítula Hauksbókar og 35. kapítula Melabókar, er hún sögð
dóttir Þorbjargar knarrarbringu og Jörundar Úlfssonar skjálga.1 Samkvæmt
því hefur hún verið bæði sonar- og dótturdóttir landnámsmanns.2 Það hafa
fræðimenn og útgefendur talið sennilegra. Jörundur Úlfsson var, samkvæmt
1 f 35. kap. Melabókar er þessi athugasemd um síðari mann Þorbjargar, sem ekki er í samsvar-
andi textum í Sturlubók og Hauksbók: ‘Síðar átti Þorbjörgu Þorbjöm hinn haukdælski... ’ Þetta
styðst væntanlega við samskonar texta Eiríks sögu og þann sem er varðveittur í Hauksbók.
Þorbjörg knarrarbringa er í Landnámu sögð dóttir Gils skeiðamefs, landnámsmanns í Gils-
firði (ÍF 1:160, 161).
2