Gripla - 01.01.2000, Síða 324
322
GRIPLA
ættartölum í Landnámu, bróðir Atla rauða, föður Jörundar Atlasonar, en faðir
þeirra bræðra Úlfur hinn skjálgi Högnason. Kona hans er í Landnámu nefnd
Björg, dóttir Eyvindar austmanns, og systir hennar Þjóðhildur, kona Þórðar
Víkingssonar landnámsmanns í Alviðru í Dýrafirði (IF 1:161, 180, 181). Vel
má vera að Þjóðhildur Jörundardóttir hafi verið látin heita eftir henni.
Ef sú ættfærsla Þjóðhildar er tekin trúanleg, að hún hafi verið dóttir Jör-
undar Úlfssonar, má gera ráð fyrir að faðir hennar hafi dáið ungur og Atli
rauði bróðir hans hafi látið heita eftir honum, en ekkja hans, Þorbjörg knarrar-
bringa, hafi síðar gifst Þorbimi á Vatni í Haukadal og flust til hans með Þjóð-
hildi dóttur þeirra. Við skulum athuga hvort þetta gæti komið heim við senni-
legt tímatal.
í Landnámu og öðrum íslenskum miðaldaritum eru engir afkomendur Jör-
undar Úlfssonar nefndir aðrir en Þjóðhildur. Hins vegar varð Alli hinn rauði,
bróðir hans, kynsæll maður; frá honum vom Reyknesingar komnir, og eru heim-
ildir um hvenær sumir þeirra vom fæddir, þar á meðal biskupar og aðrir höfð-
ingjar: Klængur Þorsteinsson, Guðmundur Arason, Ari fróði og Hvamm-Sturla.
Samkvæmt Landnámabókum var Hvamm-Sturla, sem var fæddur 1116,
sjöundi maður frá Atla rauða og fimmti maður frá Snorra goða. Snorri goði
var fæddur 964 eða 965, samtímamaður Eiríks rauða (IF IV:59-60), en trú-
lega nokkm yngri, og þeim samtíða var að sjálfsögðu Þjóðhildur, kona Eiríks.
Milli ættliða frá Snorra goða til Hvamm-Sturlu eru svo að segja nákvæmlega
þrjátíu ár. Ef ráð er gert fyrir sama árafjölda milli ættliða frá Jörundi syni Atla
rauða og til Hvamm-Sturlu hefur Jörundur verið fæddur um 936.
í Laxdælu stendur að Gellir Þorkelsson, afi Ara fróða, hafi átt Valgerði
dóttur Þorgils Arasonar af Reykjanesi (IF V:227-28). Ef mark er tekið á því
hefur Ari fróði, sem var fæddur 1068 (IF I:v og nmgr. 1), verið sjötti maður frá
Atla rauða. Klængur biskup Þorsteinsson, fæddur 1105 (Hungrvaka 1938:
113-14), var sjöundi maður frá Atla og Guðmundur biskup Arason, fæddur
1161 (EA B 6:3), áttundi maður í föðurætt og tíundi í móðurætt frá Atla. Ef
beitt er sömu reikningsaðferð við alla þessa afkomendur Atla rauða og gert ráð
fyrir 30 ámm milli ættliða fáum við talsvert mismunandi tölur um líklegt fæð-
ingarár hans, enda augljóst að í sumum ættleggjum eru fleiri ár en þrjátíu milli
ættliða, en í öðrum færri. Til dæmis að taka var Ari fróði þriðji maður frá Gelli
Þorkelssyni, sem samkvæmt annálum var fæddur 1010 (sjá Storm 1888:109);
þar er meðaltal milli tveggja ættliða tuttugu og sex og hálft ár. Guðmundur
biskup Arason var, eins og áður segir, áttundi maður í föðurætt frá Atla rauða.
í þeim ættlegg er augljóst að annað hvort hafa mun fleiri ár en þrjátíu verið að
meðaltali milli ættliða, ellegar að tvo liði vantar í ættartöluna.