Gripla - 01.01.2000, Blaðsíða 326
324
GRIPLA
ungur þegar hann átti Þómýju, en gamall þegar hann átti Einar, og Einar trú-
lega roskinn þegar hann átti Hallberu.3 Að öðm leyti getur þetta dæmi talist
bending um að Atli rauði hafi verið fæddur um 890-900.
Ef Þjóðhildur hefur verið dóttir Jömndar Úlfssonar, hann andast ungur og
Jörundur sonur Atla rauða látinn heita eftir honum, má gera ráð fyrir að Þjóð-
hildur og Jörundur Atlason, bræðmngur hennar, hafi verið á svipuðum aldri.
Til þess bendir einnig, ef mark er að ættartölum, að bæði hafa þau þá verið
bamaböm landnámsmanna. Ef einhver aldursmunur hefur verið á þeim hefur
Jömndur verið yngri; Þjóðhildur hefur að sjálfsögðu ekki verið fædd löngu
eftir dauða föður síns. Þetta mundi benda til þess að Þjóðhildur hafi ekki
verið fædd mörgum ámm eftir 930, og þá hefur hún verið um eða yfir fimmt-
ugt þegar hún flutti til Grænlands, en öll böm hennar fædd á íslandi. Ekki
verður hjá því komist að hafa þetta í huga áður en ákveðið er hvom skal trúa:
að hún hafi verið dóttir Jörundar Úlfssonar eða Jörundar Atlasonar. Og þá
verður einnig að taka tillit til þess sem lesið verður í Eiríks sögu rauða og
Landnámu, að Þorbjörg knarrarbringa hafi gifst Þorbimi á Vatni í Haukadal,
væntanlega gömlum. Hún hefur þá gifst honum eftir lát Jörundar manns síns
og flutt að Vatni með Þjóðhildi dóttur sína. En þar af skýrist að Eiríkur rauði
hafi fengið með Þjóðhildi jörð til ábúðar í Haukadal, væntanlega úr landi
Vatns. Og þetta er raunar rökréttari rás atburða en svo, að því verði hafnað
sem lokleysu. Að minnsta kosti er það ótrúlega vel til fundið, ef það er ekki
satt.
Hinu er þó ekki að leyna, að betur mundi koma heim við tímatal að gera
ráð fyrir að rétt sé hermt í 2. kapítula Eiríks sögu rauða og samkynja textum
í Landnámu, að Þjóðhildur hafi verið dóttir Jörundar Atlasonar. En afleiðing
af þeirri ályktun er hvorki meira né minna en þetta: Þá vantar öll skynsamleg
rök fyrir búsetu Eiríks rauða í Haukadal, og frásagnir af athöfnum hans þar
mundi þá verða að telja hreinan skáldskap. Og ekki einungis þær frásagnir,
heldur mundi þá einnig fara sömu leiðina allt sem segir af tildrögum þess að
hann fór að nema land á Grænlandi. Það mundi vera stærri biti en svo, að ég
hafi löngun eða lyst til að kyngja.
Hér er okkur sá vandi á höndum að koma því heim og saman að Eiríkur
rauði hafi fengið land í Haukadal með Þjóðhildi og að hún hafi verið dóttir
Jörundar Úlfssonar, fædd um 930, og vel við aldur þegar hún fluttist til Græn-
lands. Ef til vill er lausnin á þessum vanda þó ekki langt undan.
í Landnámu stendur að Jörundur Atlason átti Þórdísi dóttur Þorgeirs suðu,
og þar er nefnd Oddkatla dóttir hans (ÍF1:163). Þar með er ekki sagt að hann
3 Séra Eggert Brím taldi að móðurætt Guðmundar biskups væri eitthvað skakkt rakin í Sturl-
ungu, en komst ekki að niðurstöðu um hvort einu eða tveimur nöfnum væri ofaukið í ættar-
tölunni, né heldur hvaða nöfn það væru (1892:336, 1902:517-518).