Gripla - 01.01.2000, Page 328
ATHUGASEMDIR VIÐ BÓK MÁS JÓNSSONAR
UM ÁRNA MAGNÚSSON
f tímaritinu Sögu 1999 (bls. 244-251) birtist ritdómur eftir Ólaf Halldórsson um rit
Más Jónssonar, Arni Magnússon. Ævisaga. Rvk. 1998, en eftirfarandi athugasemdir
voru þá felldar niður. Þær fela í sér mikilvægar ábendingar og þótti ritstjórum Griplu
rétt að láta þær birtast.
í bókinni víkur Már víða að handritum, einkum þar sem hann fjallar um söfn-
un Áma og hvenær hann hafi eignast tiltekin handrit. En því miður em þar of-
mörg dæmi um ónákvæmni og villur. Þau dæmi eru tínd til hér á eftir, ásamt
fáeinu öðru sem hefði mátt fara betur:
Bls. 24.13-15: Aftanmálsgrein nr. 24 á bls. 351 er óskiljanlegt rugl. Þar sem
þar er talað um ‘kvartóblað með ungri hendi’ er líklega átt við minnisseðil
Áma Magnússonar framanvið AM 53 fol.
Bls. 24.18-19: Hér hefði Már mátt geta þess að Hrafnsey og Hrappsey eru
tvær nafnmyndir sama ömefnis.
Bls. 49.20: Handritið AM 61 fol er ekki yngra en frá því um 1375.
Bls. 53, aftanmálsgrein nr. 41, prentuð á bls. 357: ‘Hann (Árni) hefur því
annaðhvort fengið Svarfdæla sögu hjá Áma Álfssyni á Islandi eða á með-
an þeir voru samtíða í Kaupmannahöfn vetuma 1684—86.’ Ámi Magnús-
son var á íslandi veturinn 1685-86, en veturinn 1684—85 voru þeir nafnar
samtíða í Kaupmannahöfn.
Bls. 65.21-23: AM 234 fol er ekki hægt að kalla postulasagnahandrit, enda
þótt Páls saga postula sé þar ásamt 6 heilagra manna sögum.
Bls. 66 og 67: Sýnishom úr handriti (AM 566 b 4to) em úr Fóstbræðra sögu,
ekki Egils sögu. Sama villa er í neðstu línu í ramma á bls. 68.
Bls. 70.1(M 1: AM 68 fol er 64 blöð og varla réttmætt að kalla það brot, enda
þótt tvö kver vanti aftan af því.
Bls. 85: í ramma eru talin handrit sem Ámi Magnússon og Ásgeir Jónsson
hafi skrifað eftir Flateyjarbók, þar með ‘Hemings þáttur (AM 326 b 4to)’.
í þessu handriti er 21 blað af 52 skrifað að hluta til eftir Flateyjarbók (sjá
Gillian Fellows-Jensen. Hemingsþáttr Áslákssonar. EA B3:xxiv).
Bls. 86.4—5: Hér kallar Már AM 61 fol handrit konungasagna, sem er hæpin
nafngift. í handritinu eru Olafs saga Tryggvasonar hin mesta og Olafs
saga helga, þ.e. Olafanna sögur.
Bls. 109.23: Hér er drepið á AM 619 4to og hefði mátt geta þess að þetta er
handrit Norsku hómilíubókarinnar.
Bls. 111,3. lína í ramma: í AM 601 c 4to er ‘inntak og efni’ úr Þóris rímum
háleggs, ekki rímumar sjálfar.
Bls. 161.6-7: Hrafns saga er í AM 487 4to, ekki AM 587 4to.
Bls. 161.21-23: ‘Um lengri eyðuna skrifaði hann (Ámi) langa hugleiðingu
þar sem öllum möguleikum var hreyft og oft tvísýnt um úrslit, en niður-
staðan þó skýr á endanum:’ Þama er Már að ræða um handrit Eyrbyggju