Gripla - 01.01.2000, Síða 329
SAMTÍNINGUR
327
í Wolfenbiittel (WolfAug 9.10) og prentar hér á eftir hugleiðingu Áma um
lengri eyðuna af tveimur í Egils sögu Skallagrímssonar í jressu handriti.
Ég get ekki lesið hið sama og Már úr þessari athugasemd Áma. Ámi taldi
að tíu blöð vantaði þar sem þessi eyða er í handritinu, en Jón Helgason
(Manuscripta Islandica III:vi) sýndi fram á að þar hafa einungis sex blöð
glatast, og hefði mátt vísa til þess.
Bls. 163.4-6: Þess hefði mátt geta að Benedikt Magnússpn, sem hér er nefnd-
ur, var Benedikt Magnússon Bech, og blöðin sem Ámi fékk frá honum
voru úr AM 75 c fol (sjá Den store saga om Olav den hellige. Saga Olafs
konungs hin helga. Oscar Albert Johnsen og Jón Helgason (útg.). Kjelde-
skriftfondet. Norsk historisk kjeldeskrift-institutt. Jacob Dybwad, Oslo,
1941:915).
Bls. 167.36 ‘Reykjafjarðarbók’ er prentvilla. Handritið er kennt við Reykjar-
fjörð. Það er rétt nefnt á bls. 113.20.
Bls. 168, lína 14 í ramma: í AM 62 fol er einungis Ólafs saga Tryggvasonar
og fráleijt að kalla þetta handrit ‘Noregskonungasögur’. I sama ramma,
línu 15: í AM 81 a fol eru Böglunga sögur og Hákonar saga Hákonarson-
ar, auk Sverris sögu. í næst neðstu línu í þessum ramma stendur: ‘Annáll
frá 16. aldar (AM 420 c 4to)’. Á líklega að vera: Annáll frá síðari hluta 16.
aldar...
Bls. 169.32-33: í AM 232 fol eru einungis bl. 84 og 85 frá 15. öld. Barlaams
saga og Jósafats í þessu handriti er með hendi frá því um 1300.
Bls. 197, næst síðasta lína í texta undir mynd: ‘Breiðasandi’ er mislestur fyr-
ir Breiðasundi og ‘Breiðasandur’ í nafnaskrá sömuleiðis rangt.
Bls. 200: í ramma á þessari blaðsíðu em talin handrit sem Ámi hafi eignast
1703. í þeirri upptalningu eru þessar villur: I AM 54 fol er Ólafs saga
Tryggvasonar og engar aðrar konungasögur. Ámi fékk einungis bl. 71 í
þessu handriti frá Magnúsi Arasyni, en handritið sjálft, fyrir utan fáein blöð,
frá Amgnmi Þorkelssyni Vídalín. Þetta handrit hafði Ámi í höndum þegar
hann var að ganga frá Series Þormóðar Torfasonar til prentunar 1697-1702.
Blöðin tvö í AM 325 IX 1 a 4to (sjá línu 26-27) em úr AM 54 fol.
Bls. í sama ramma: ‘AM 554 b 4to.’ Á líklega að vera: AM 554 h þ 4to, sem
að vísu er ekki handnt með fomaldarsögum. Þetta handrit var bundið með
AM 113 i fol þegar Ámi fékk það. — ‘AM 573 4to.’ Upphaflega er þetta
handrit allt komið frá Bjama Bjamasyni í Amarbæli, en 1703 fékk Ámi
aðeins sjö blöð úr því hjá Bjama. Hinn hlutann, 56 blöð, hafði hann
eignast áður. — ‘AM 588 4to.’ Á að vera: AM 588 a 4to. — ‘AM 598 II
b 4to.’ Á að vera: AM 598 II þ 4to (en skiptir litlu máli).
Bls. 242, næst neðsta lína: ‘... handrit Hyndluljóða (sjá AM 146 b 8vo).’ í
AM 146 b I 8vo eru rímur af Hyndluljóðum (‘þeim ónýtu’, hefur Ámi
skrifað á miða sem fylgir handritinu) eftir Steinunni Finnsdóttur, en ekki
Hyndluljóð.
Bls. 251 í ramma, talin handrit sem Ámi eignaðist J707: ‘AM 162 f fol. Blað
úr Kormáks sögu ... hjá séra Jóni í Hítardal.’ I þessu númeri (AM 162 F
fol) er eitt blað stakt úr Bjamar sögu Hítdælakappa, en tvö samföst
(tvinn), hið fyrra úr Bjamar sögu, en hið síðara úr Kormáks sögu. Á seðli
Áma, sem fylgir þessum blöðum stendur: ‘Þetta blað fékk eg 1707 af séra
Jóni í Hítardal.’ Væntanlega á þetta við um staka blaðið. — ‘AM 229 I