Gripla - 01.01.2000, Page 330
328
GRIPLA
fol.’ í þessu númeri eru 16 blöð, og samkvæmt minnisseðlum Áma hefur
hann aðeins fengið nokkur af þeim frá Sigurði Sigurðssyni, þar af 11. og
12. blað 1707. — ‘AM 325 XI 2 4to.’ Á að vera AM 325 XI 2 m 4to.
Bls. 260.3-4: ‘Þar sá Ámi ungt eintak af Alexanders sögu (AM 117 8vo).’ í
þessu handriti er ekki gamla þýðingin á Alexanders sögu, heldur bók eft-
ir Þjóðyerjann Heinrich B. Biinting (1545-1606).
Bls. 272: I ramma á þessari blaðsíðu eru talin handrit sem Ámi eignaðist á
Vestfjörðum 1710. í þann lista vantar AM 630 4to og AM 779 c II 4to;
þau voru í sömu bók og AM 539 4to þegar Ámi fékk það.
Bls. 280, neðst: ‘í kveðjuskyni gaf Páll Vídalín honum fáein blöð úr postula-
sögum frá fyrri hluta 14. aldar (AM 238 II fol.).’ Ekki er vitað til aðÁmi
hafi fengið nema tvö blöð í þessu númeri frá Páli Vídalín, annað úr
Andréas sögu postula en hitt úr Basilíus sögu. Bók sem þessi blöð era úr
hefur ekki verið handrit postulasagna.
Bls. 282.14—17, um AM 233 a fol: Ami fékk 4 blöð úr þessu handriti (bl.
20-23) 1704 frá séra Ólafi Stefánssyni, en hin blöðin 25 víða að. Þess er
ekki getið hvenær Ólafur fann þessi fjögur blöð ‘í druslum á Möðmvöll-
um í Eyjafirði’. Ólafur var tengdasonur Bjöms sýslumanns Magnússonar
á Munkaþverá; hann giftist 1692.
Bls. 282.17-19: ‘Myndskreytt blað frá um 1200 (AM 673 a 4to)...’ AM 673
a I 4to er tvíblöðungur (tvinn) úr Physiologus, og hefði mátt geta þess.
Bls. 285.6: ‘AM 163 a-d og i fol.’ er talið með handritum úr sögubók Sigurð-
ar Magnússonar á Sandhólaferju. AM 163 i fol, Njála, er ekki úr þeirri
bók.
Bls. 285.6-8: Ámi fékk Staðarhólsbók, AM 604 4to, alla frá Pétri Bjamasyni
á Staðarhóli 1707, ekki bara a-heftið.
Bls. 288.33-34: ‘Völuspá með hendi Guðmundar Andréssonar (AM 165
8vo).’ í AM 165 8vo er VÖluspá á bl. l-7r, en ýmislegt annað á bl. 7v-l 12
í þessu handriti.
Bls. 288.35: Handrit Grænlands annála sem Ámi fékk að láni hjá Þormóði
Torfasyni 1712 var AM 768 4to (sem þá var bundið með AM 392 og 395
4to), ekki AM 769 4to (sbr. Ólafur Halldórsson. Grænland í miöaldarit-
um. Sögufélag, Reykjavík, 1978:168).
Bls. 290.19-20: AM 862 4to er ekki eiginhandarrit Þormóðar af fmmgerð
Series frá 1664. Hönd á þessu handriti þekki ég ekki, en það er ekki hönd
Þormóðar. Eiginhandarrit hans er glatað.
Bls. 298.13: ‘... með Knýtlinga sögu í einum (AM 15 fol.)...’ í AM 15 fol er
Jómsvíkinga saga, ekki Knýtlinga saga.
Ólafur Halidórsson
Álfaskeiði 96
220 Hafnarfjörður
olafurha@hi.is