Gripla - 01.01.2000, Page 334
332
GRIPLA
Stundum hefur hvarflað að mér að Jón hafi snemma talið að helst yrði
eitthvert gagn að latínukunnáttu minni við að fást við rit Amgríms
lærða. Hann fór þó ekki geyst af stað, heldur otaði mér fyrst út í að
spreyta mig á útgáfum á minni háttar latínutextum íslendinga af næstu
kynslóð á eftir Amgrími, þeirra Gísla Magnússonar og biskupanna
beggja, Brynjólfs og Þorláks, en ritgerðir þeirra síðamefndu voru
fyrsta latínuritið sem kom út í Bibliotheca Amamagnæana. Allir
þessir menn vom í tengslum við Ole Worm, og því taldi Jón eðlilegt
að næsta skrefið skyldi vera að gefa út bréfaskipti hans við íslendinga.
(BA 39, Opuscula 9:7)
En á árinu 1943 gaf Jakob ekki aðeins út þessi latnesku verk, hann sá einnig
um útgáfu á tveimur bindum af Jarðabók Áma og Páls og skrifaði inngang að
ljósprenti af Skarðsbók Jónsbókar, en um þann formála hefur Jón Helgason
þau orð að þar sé dregið fram margt um bókina sem „áður var um hana dul-
ið“. (Frón 1943:189) Og ári síðar en þessi verk komu út birtist Veraldar saga
í vísindalegri útgáfu 1944 (STUAGNL 61).
Það fer ekki framhjá neinum manni sem gluggar í þessar fyrstu bækur
sem Jakob Benediktsson sá um, að þar fer maður sem kann vel til verka, út-
gefandi sem hefur þann metnað að gera öllum sviðum textafræðinnar jafn
hátt undir höfði. í inngangi Veraldar sögu gerir hann ljóslega grein fyrir varð-
veislu hennar, lýsir handritum, skýrir skyldleika þeirra, greinir frá sérkennum
í stafsetningu og málfari á hefðbundinn hátt og rekur innlendar sem erlendar
heimildir höfundarins sem og hugsanlegar fyrirmyndir. Loks gerir hann því
skóna hvenær verkið hafi verið samið og skipar því niður meðal evrópskra
bókmennta. Með öðrum orðum sagt, inngangur Veraldar sögu er alveg í anda
klassískrar filólógíu. Með þessu verki sýndi Jakob það sem hann taldi síðar
vera hlutverk textafræðingsins:
... að reyna að sjá hlutina í víðara samhengi, reyna að skilja samspil
marga ólíkra atriða ... að vinna bug á of mikilli sérgreiningu, leita
sameiginlegra viðhorfa, víðara samhengis. Fílólógían í gömlum skiln-
ingi var einmitt þess háttar fræði, og hún getur verið það enn á vissan
hátt. Menn verða að gera sér grein fyrir því að allir þættir hennar
stefna að sama marki: að skilja texta til fulls, að átta sig á þeim boð-
skap sem þeir flytja okkur frá liðnum öldum og þeirri fræðslu sem þeir
geta veitt okkur bæði um þann tíma sem þeir urðu til á og um þann
þátt sem þeir áttu í menningarsögunni frá upphafi og fram á þennan
dag. (Lærdómslistir 1987:261)