Gripla - 01.01.2000, Page 337
JAKOB BENEDIKTSSON
335
holti voru e.k. útgáfustarfsemi eða framhaldsvarðveisla gamalla heimilda;
lærdómsiðju þessa í Skálholti og á Hólum má með réttu telja forvera Arna-
stofnunar. Þeim Jóni Helgasyni og Jakobi Benediktssyni var því kappsmál að
þessum mikilvæga þætti íslenskra fommennta væri vel sinnt, en útgáfa Jak-
obs á verkum Amgríms hefur ugglaust orðið til þess að að hann tók að kynna
sér uppskriftir Bjöms á Skarðsá, því að árið eftir að Jakob ver doktorsritgerð
sína kemur út vönduð útgáfa hans af Skarðsárbók Landnámu sem Bjöm á
Skarðsá setti saman, að því er Jakob telur, í síðasta lagi haustið 1636, en Am-
grímur lærði notaði Skarðsárbók þegar hann hreinritaði verk sitt Specimen Is-
landiæ historicum veturinn 1636-1637. Jakob heldur hér áfram því verki sem
Jón Jóhannesson hafði lagt grundvöllinn að. Jón hafði sýnt fram á að
Skarðsárbókartextinn hefði tvímælalaust textagildi, því að Bjöm hefði haft
fyrir sér sömu skinnbækur og Jón Erlendsson, þ.e. forrit Sturlubókarupp-
skriftar hans og svo það af Hauksbók sem nú er glatað. Jón Jóhannesson
hafði fært rök að því að hin svokallaða Þórðarbók, var samsteypa úr Skarðs-
árbók og Melabók. Jakobi fannst því höfuðnauðsyn að gefa út eins traustan
texta Skarðsárbókar og völ væri á, svo að unnt væri að vinsa úr Þórðarbók
texta Melabókar með samanburði við texta Skarðsárbókar. Eg leyft mér að
fullyrða að í útgáfu sinni á Skarðsárbók hafi Jakobi tekist að sýna mönnum
fram á hvaða tökum fræðimenn þyrftu að taka á uppskriftum 17. aldar manna.
Útgáfa Skarðsárbókar reyndist líka traustur grundvöllur fyrir þá útgáfu
Landnámabókar og íslendingabókar sem Jakob er kunnastur fyrir meðal al-
mennra lesenda, en það er útgáfa Hins íslenzka fomritafélags á Landnámabók
og íslendingabók (1968).
í inngangi þeirrar útgáfu reifar Jakob í stuttu máli og skýru flóknar kenn-
ingar allmargra annarra fræðimanna, dregur fram kosti þeirra og galla. Það
vita allir sem fengist hafa við texta Ara fróða af íslendingabók að þar eru fáir
hlutir sem ekki hafa verið skrifuð ókjör um. Um flestar þessar greinar fjallar
Jakob af sanngimi og vísar til þeirra þegar við á.
Jakob var umfram allt textafræðingur sem kostaði kapps um að reifa þær
staðreyndir sem gátu orðið til skilnings á textanum, sett hann inn í rétt menn-
ingarsögulegt samhengi, en meðal þess sem hann lagði til textafræða má
nefna nokkrar ritgerðir hans um orð- og málfræði og sérstaklega athuganir
hans á stílfræði, einkum þá grein hennar sem átti rætur sínar að rekja til
latínukunnáttu höfundanna. Ég á hér við rannsóknir hans á cursus, háttbund-
inni hrynjandi, nokkurs konar stökki eða hlaupi mislangra atkvæða í setning-
arlok. Sérstaklega er vert að geta þess að Jakob komst að því að allt annað
hlutfall var á notkun cursus í hinum svokallaða Oddaverja þætti í Þorláks
sögu en í öðrum hlutum Þorláks sögu, og taldi hann það benda til þess að
þátturinn væri annarrar ættar en meginfrásögnin. Nýlega hafa verið bomar