Gripla - 01.01.2000, Page 338
336
GRIPLA
brigður á niðurstöður Jakobs, en mér er til efs að þeir erlendu fræðimenn sem
það hafa gert, hafi eins næmt eyra og Jakob hafði.
Jafnhliða útgáfustörfum ritstýrði Jakob tímaritum hér heima og erlendis
og sat í ritstjóm norrænnar alfræði um miðaldir. í Höfn var hann ritstjóri
Fróns (1943-1945) og eftir að heim var komið tók hann við ritstjóm Tímarits
Máls og menningar (1947-1975). Fyrir þessi rit samdi hann ótal pistla og
naumast hefur nokkur íslenskur maður samið jafnmargar greinar fyrir Kultur-
historisk leksikon, en frá 1958 sá Jakob um að ritstýra íslensku efni í þetta
ágæta alfræðirit. Ótaldar eru hér þýðingar hans á skáldsögum Halldórs Lax-
ness á dönsku og leikritum þeim sem hann sneri fyrir Þjóðleikhúsið, en hann
sat um árabil í Þjóðleikhúsráði og Utvarpsráði. I pistlum sem hann skrifaði
fyrir uppsláttarrit birtist glöggt sá hæfileiki hans að tína til helstu atriði hvers
máls svo að ekkert væri of eða van, staðreyndum haldið rétt til haga og gerðar
vandaðar heimildaskrár. Fáa menn hef ég þekkt sem tóku jafn nærri sér ef
prentvilla fannst í verki hans og Jakob var allt til þess að sjónin fór að daprast
afburðaprófarkalesari.
Jakob sinnti fræðistörfum af jafnmiklu kappi og fyrr eftir að hann lét af
ritstjóm Orðabókar Háskólans. Hann ritstýrði þá handbókinni, Hugtök og
heiti í bókmenntafræði og lagði þar drjúgan skerf til þeirra vísinda. Á þessum
ámm gekk hann einnig frá inngangi að ljósprenti á handritinu AM 595 a-b
4to sem hefur að geyma Rómverja sögu. Hann gerir þar grein fyrir því hvem-
ig það handrit tengist þekktum skrifumm sem skrifað hafa m.a. hluta Stjóm-
arhandritanna, AM 227 fol og AM 229 I—III fol, en um Stjóm átti Jakob eftir
að fjalla töluvert og birtist fyrsta grein hans um þau efni í Griplu 6 (1984).
Jakob var fenginn til að skrifa inngang að ljósprenti á Stjóm, AM 227 fol,
sem átti verða þriðja bindið í ritröð Ámastofnunar og Lögbergs, íslensk mið-
aldahandrit. Því miður fórst sú útgáfa fyrir, en Jakob lauk við formálann. Þar
rekur hann fyrri rannsóknir um sögu biblíuþýðinga, tekur að nokkm leyti
undir skoðanir I. J. Kirbys og fleiri fræðimanna um tilurð safnritsins; Stjóm II
sé elst og byggð á eldri þýðingu. Hann hyggur að Stjóm III og Konungs
skuggsjá hafi verið því nær samtímaverk, en Stjóm I hafi verið sett saman á
rikisstjómarámm Hákonar háleggs Magnússonar, þá hafi verið hafist handa
um nýja þýðingu með stórauknum skýringum, en því verki hafí aldrei verið
lokið. Líklega hafi ritstjóri þess verks stuðst við þýðingu af sömu gerð og
Stjóm III.
Fræðistörf Jakobs voru ekki einungis bundin við útgáfur eða greinasmíð
sem hann virðist mestan part hafa unnið fyrir utan venjulegan vinnutíma.
Hann ritstýrði Orðabók Háskólans um þriggja áratuga skeið, vann þar m.a.
það þrekvirki að koma orðaforða og orðskýringum í orðabók Jóns Ólafssonar
úr Gmnnavík á seðla. Einmitt á Orðabókinni, sem var til húsa á 3. hæð aðal-