Gripla - 01.01.2000, Page 339
JAKOB BENEDIKTSSON
337
byggingar Háskólans og síðar á 4. hæð Ámagarðs kynntist sá sem þetta skrif-
ar fyrst Jakobi. Þar sat hann ásamt félögum sínum, Asgeiri Blöndal Magnús-
syni og Jóni Aðalsteini Jónssyni. A þessum tíma í upphafi 7. áratugarins var
stundum erfitt að ná fundi kennara og þá var oftar en ekki leitað til Jakobs eða
Bjöms Sigfússonar; þeir vissu allt og voru alltaf reiðubúnir að hjálpa
stúdentum. Jakob dró gjaman fram miða úr gömlu borðalmanaki og skrifaði
á hann þær bækur og ritgerðir sem manni bæri umfram allt að lesa; gerði
hann þá ráð fyrir að stúdentinn væri jafnvel læs á frönsku, þýsku sem ítölsku.
Um leið fuku stundum athugasemdir um vondar bækur og fræðimenn.
Á 7. og 8. áratug 20. aldar var í Háskóla íslands enn lögð rækt við gömul
sannindi sem fólust í því að þekkja til klassískra húmanískra fræða. Allir stúd-
entar sem ætluðu sér að ljúka prófi í íslenskum fræðum urðu að kunna eitt-
hvað í latínu og svo fyrir lagt að þeir yrðu að vera læsir á miðaldalatínu. Þá
námsgrein kenndi Jakob. Mér er minnistætt að aðferð hans við kennslu var
öðmvísi háttað en stúdentar voru vanir. Að vissu leyti fetaði hann í fótspor
gömlu heyraranna á Hólum og í Skálholti, tók menn upp, lét lesa og leggja út.
En honum sjálfum var svo mikil nautn að útskýra að hver lína varð honum
skemmtun sem fólgin var í nákvæmri útleggingu textans ekki aðeins frá mál-
fræðilegu sjónarmiði heldur var hún líka sett inn í sitt rétta menningarlega um-
hverfi. Stundum setti hann fyrir mann gátur og hló við ef menn réðu ekki rétt.
Jakob hafði yndi af sögum, einkum sögum af fræðimönnum fyrri tíða. Þar
naut frásagnargáfa hans og glettni sín best. Þegar hann hafði kveikt í pípunni,
ég tala ekki um, ef glas var haft við hönd, þá urðu áheyrendur allt í einu
áskynja að þeir voru ekki staddir á Melunum heldur í Kólfi, klúbbi nokkurra
Islendinga í Höfn, þar sem Sigfús Blöndal réð ríkjum eða voru komnir inn í
Ámasafn í Fjólustræti þar sem þeir sátu við skriftir Jón Helgason og Finnur
Jónsson og hinum síðamefnda var penninn svo fastur í hendi að blekið fmss-
aðist yfir þá sem næstir sátu.
Jakob og Grethe kona hans vom höfðingjar heim að sækja. Umvafinn
vindlareyk og kræsingum var gesturinn fræddur á öllu milli himins og jarðar.
Húmanistinn Jakob kunni á flestu skil; hann var vel að sér um flestar listir,
einkum þó klassíska músík, lék sjálfur á hljóðfæri á yngri ámm og fáa tón-
leika lét hann fram hjá sér fara. Annað áhugamál var íslensk og erlend pólitík
og allt til hins síðasta fylgdist hann vel með. Eg man til þess að skömmu áður
en hann þurfti að fara á sjúkrahús sat hann hálfblindur með risastórt stækkun-
argler fyrir framan stafla af danska blaðinu Information og las sér til um ver-
aldarstjómmál.
Viðmót Jakobs gat í fyrstu virst svolítið hryssingslegt, en við nánari kynni
kom í ljós að hann var hið mesta ljúfmenni og vildi hvers manns vanda leysa.
Notaleg glettnin var alltaf skammt undan. Þegar við Ömólfur Thorsson höfð-