Gripla - 01.01.2000, Page 340
338
GRIPLA
um sett saman ritaskrá hans á áttræðisafmælinu 1987, samtals 580 titla og
hún var fullprentuð, leit hann yfir hana og sagði hlæjandi: „Strákar mínir, hér
vantar eitt rit! En þið hafið aldrei upp á því! Það er kvæði sem ég orti á latínu
og birtist í Danmörku." Við gengum á hann og báðum hann að segja okkur
hvar það væri en hann hló enn meira — og eyddi talinu.
í Fróni eru birtar fundargerðir frá samkomum íslenskra stúdenta á stríðs-
árunum; þar segir m.a. svo um kvöldvöku sem haldin var 27. mars 1942 og
Jakob stýrði:
«Um Hólastól». Lesið einkum úr Biskupa sögum, um Jón Arason úr
frásögnum Magnúsar Bjömssonar, Biskupaannálum Jóns Egilssonar,
skýrslu Daða Guðmundssonar og Skarðsárannál ... (Frón 1943:242)
Þessi stutta fundargerð lætur ekki mikið yfir sér, en hún er gott dæmi um
hvemig Jakob var símiðlandi fróðleik. Einmitt á slíkum fundum, kvöldvökum
og rannsóknaræfingum, minnast nemendur og samstarfsmenn hans fyrir kát-
ínuna, snerpuna í orðaskiptum og umfram allt drengilega umræðu, þar sem
málið var varið eða sótt með góðum rökum.
RITASKRÁ JAKOBS BENEDIKTSSONAR*
VIÐAUKAR OG LEIÐRÉTTINGAR
Inter pocula. Studentergaardens Visebog. (2. udg.) Kpbenhavn, 70-71.
[Endurprentað: Nýr Hafnarpóstur 15. árg. 2.tbl. (mars) 1999. Kaup-
mannahöfn, 10.]
[Utg. ásamt Jóni Helgasyni] Islenzkir söngvar. (Félag íslenzkra stádenta í
Kaupmannahöfn). Kaupmannahöfn. iv+96 bls.
Landnámabók. Some remarks on its value as a historical source. Saga-Book
XVII, 275-292.
1970/1971 Islenzk orðabókastöif. Erindi dr. Jakobs Benediktssonar á fundi Stúdenta
akademíu 6. desember 1969. (Rit Stúdentaakademíu II). Reykjavík. 32 bls.
1974 Sprogbrugen i islandsk radio og Tv. Sprák i Norden 1974 (Skrifter utg. av
Svenska spráknamnden 59), 73.
1934
1943
1969
* Ritaskrá Jakobs Benediktssonar fram til 1987 var sett saman af Sverri Tómassyni og Ömólfi
Thorssyni og birt í Lærdómsiislum, greinasafni Jakobs. Hér em ti'ndar til örfáar greinar og
pistlar sem ritstjómm sást yfir og að auki rit Jakobs frá 1987. Ekki er getið endurprentana,
tölur innan [] vísa til ritaskrár Lærdómslista.