Gripla - 01.01.2002, Page 10
8
GRIPLA
skyldra þjóða. Þau afbrigði eru verk íslendinga sjálfra, árangur af
pólitískri hugsun þeirra. í því efni er það einna eptirtektarverðast, hve
glöggt Islendingar aðgreindu löggjafarvald þingsins frá dómsvaldi
þess.
Þá má vitna til fyrsta bindis íslendinga sögu Jóns Jóhannessonar:4 „Skilnaður
löggjafarvalds og dómsvalds er eitt hið merkasta atriði í löggjöf íslendinga á
þjóðveldisöld."
I þessu ljósi séð lítur það út eins og afturhvarf til frumstæðara kerfís þegar
norskar stjómskipunarreglur vora teknar upp hér eftir lok þjóðveldisins. Lög-
gjafarsamkomu Islendinga, lögréttunni, var þá breytt í dómstól, þó án þess að
hún hætti alveg að skipta sér af löggjafarmálum, og hvers konar samþykktir
hennar voru kallaðar dómar, bæði lög eins og svokallaður Píningsdómur 1490
og refsidómar yfir einstökum mönnum. Þegar Jón Jóhannesson sagði frá þessu
í öðru bindi Islendinga sögu sinnar hnykkti hann á því sem hann hafði nefnt í
fyrra bindinu og sagði:5
A þjóðveldisöld var dómsvald og löggjafarvald greint að hér á landi. Var
það einsdæmi í sögunni þangað til nú á síðustu öldum. Eftir norskum
hætti voru þessi tvö valdsvið eigi aðgreind í Jámsíðu og Jónsbók. Lög-
menn og lögrétta fóru bæði með æðsta dómsvald og æðsta löggjafarvald
innan lands. Af sömu ástæðu voru alþingissamþykktir oft í dómsformi.
Þetta var sú íslandssaga sem mín kynslóð tók í arf. Og samkvæmt henni var
aðgreining löggjafarvalds og dómsvalds langt í frá eina heimssögulega afrekið
sem Islendingar höfðu unnið á víkingaöld og miðöldum. Þeir höfðu líka
uppgötvað fulltrúalýðræðið með frjálsu sambandi goða og þingmanna þeirra,
fundið Ameríku og skrifað óviðjafnanlegar heimsbókmenntir. Það voru ekki
bara hástemmdir þjóðrembumenn sem höfðu skrifað þessa sögu. íslendinga
saga Jóns Jóhannessonar, sem var talin geyma nánast allan sannleika um sögu
þjóðveldistímans framan af háskólaárum mínum á sjöunda áratug 20. aldar, er
afar sannfærandi bók. Þar er sagt nákvæmlega frá heimildargrundvellinum
undir flestu sem er haldið fram, fyllstu varfæmi virðist gætt í ályktunum og
hvergi brotist út í hástemmdum lofsyrðum. Engu að síður má vísa á öll megin-
atriði þessarar söguskoðunar þar.6
4 Jón Jóhannesson (1956-58) I, 85.
5 Jón Jóhannesson (1956-58) II, 41—42.
6 Jón Jóhannesson (1956-58) I, 80, 117.