Gripla - 01.01.2002, Blaðsíða 12
10
GRIPLA
lendinga, heldur því elsta sem verulegar heimildir em um, en gera má ráð fyrir
að Grágás birti einna helst löggjöf sem var í gildi á 11. og 12. öld.8
í Grágás em skýr og alþekkt ákvæði um að 39 goðar, ásamt níu mönnum
sem goðar í fjórðungum Austfirðinga, Sunnlendinga og Vestfirðinga tilnefndu,
tóku ákvarðanir í lögréttu á Alþingi:9
Það eru tólf menn úr fjórðungi hverjum er lögréttusetu eigu, og lög-
sögumaður umfram, svo að þar skulu ráða lögum og lofum. Þeir skulu
allir sitja á miðpalli, og þar eigu biskupar vorir rúm.
Þeir menn tólf eigu lögréttusetu úr Norðlendingafjórðungi er fara með
goðorð þau tólf er þar vom þá höfð er þeir áttu þing fjögur, en goðar þrír
í hverju þingi. En í öllum fjórðungum öðmm þá eigu menn þeir níu lög-
réttusetu úr fjórðungi hverjum, er fara með goðorð full og fom, þau er þá
vom þrjú í vorþingi hverju, er þing vom þrjú í fjórðungi hverjum, þeirra
þriggja, enda skulu þeir allir hafa með sér mann einn úr þingi hverju hinu
foma, svo að þó eignist tólf menn lögréttusetu úr fjórðungi hverjum.
Ljóst virðist liggja fyrir að ákvarðanir lögréttu, þær sem Grágás kallar að
„ráða lögum og lofum“, hafi verið af þrennu tagi: (1) að samþykkja ný lög eða
gera nýmæli, eins og það var kallað; (2) að rétta lög með því að skera úr lög-
málsþrætum og (3) veita /o/eða leyfi. Öll þessi hlutverk em nefnd í eftirfar-
andi orðum í Lögréttuþætti Grágásar:10 11
Þar skulu menn rétta lög sín og gera nýmæli ef vilja. Þar skal beiða
mönnum sýknuleyfa allra og sáttaleyfa þeirra allra er einkalofs skal að
beiða og margra lofa annarra, svo sem tínt er í lögum.
Að gera nýmæli er að semja og samþykkja ný lög. Um það getur ekki verið
neinn vafi. Rök fyrir því em til dæmis að víða í Grágásarhandritinu Staðar-
hólsbók (AM 334 fol) er orðið „nýmæli“ skrifað út á spássíu við ákveðin laga-
ákvæði." Um nýmæli er líka ákvæði sem hefur villst inn í Kristinna laga þátt
í Konungsbók Grágásar (GKS 1157 fol). Þar segir:12
8 Grágás 111 (1883), xxxii-xxxv (Forerindring Vilhjálms Finsen). — Heusler (1911), 226-27.
— Finnur Jónsson (1923), 900. — Foote (1987), 58-64.
9 Grágás (1992), 461 (Lögréttuþáttur). — Sbr. Grágás Ia (1852), 211 (117. kap.).
'° Grágás (1992), 462 (Lögréttuþáttur). — Sbr. Grágás Ia (1852), 212 (117. kap.).
11 Grágás II (1879), 11, 34, 48, 51-53, 55-56, 58-59, 61, 68, 84, 90, 96 og áfram.
Grágás (1992), 35 (39. kap.). — Sbr. Grágás Ia (1852), 37 (19. kap.).
12