Gripla - 01.01.2002, Blaðsíða 13
AÐGREINING LÖGGJAFARVALDS OG DÓMSVALDS
II
Lög öll skulu vera sögð upp á þrimur sumrum. Skal þá lögsögumaður
af hendi bjóða lögsöguna. Nýmæli ekki skal vera lengur ráðið en þrjú
sumur og skal að Lögbergi hið fyrsta sumar upp segja á vorþingum
helguðum eða leiðum. Laus eru öll nýmæli ef eigi verða upp sögð hið
þriðja hvert sumar.
Lof eða leyfi, öðru nafni alþingislof,13 voru af tveimur megingerðum. Annars
vegar voru undanþágur til að víkja frá lögum í einstökum tilfellum: til að
marka fé sitt alstýfingarmarki, til að hafa hrepp með færri en 20 bændum, til
að flytja vorþing og sameina vorþingsumdæmi,14 svo að eitthvað sé nefnt.
Hins vegar voru leyfi til einstaklinga að sættast eftir að maður hafði unnið
öðrum meiri háttar misgerð. A mannvíg og meiri háttar sár mátti þannig ekki
sættast nema með alþingislofi.15 Nú á tímum mundu undanþágur af þessu tagi
teljast á sviði framkvæmdavalds. Leyfi til að víkja frá lögum í einstökum til-
fellum veitir ráðherra með heimild í lögum. Sakaruppgjöf eða náðun getur
þjóðhöfðingi veitt að tillögu ráðherra. Alþingislof skipta því ekki máli þegar
kannað er hvort lögrétta hafi blandað löggjafarvaldi saman við dómsvald.
I Lögréttuþætti Grágásar er mælt fyrir um aðferð lögréttu við að skera úr
lögmálsþrætum:16
Nú þræta menn um lögmál, og má þá ryðja lögréttu til ef eigi skera
skrár úr. En svo skal að því fara, að beiða með votta goða alla að Lög-
bergi, og lögsögumann, að þeir gangi í lögréttu og í setur sínar að
greiða lögmál þetta svo sem héðan frá skal vera. ...
Á lengur er goðar koma í setur sínar, þá skal hver þeirra skipa manni
á pall fyrir sig en öðrum manni á hinn ysta pall á bak sér til umráða.
Síðan skulu þeir menn, er þar eigust mál við, tína lögmál það er þá
skilur á og segja til þess hvað í deilir með þeim. Þá eigu menn síðan að
meta mál þeirra til þess er þeir hafa ráðinn hug sinn um það mál, og
spyrja síðan alla lögréttumenn, þá er á miðpalli sitja, að skýra það hvað
13 Grágás (1992), 240 (Vígslóði, 39. kap.), 448 (Baugatal, 1. kap.). — Sbr. Grágás II (1879),
341 (301. kap.). —Grágáila (1852), 194 (113. kap.).
14 Grágás (1992), 172, 180 (Um fjárleigur, 23. og 41. kap.), 421 (Þingskapaþáttur, 40. kap.). —
Sbr. Grágás II (1879), 236, 249 (199. og 217. kap.). — Grágás Ia (1852), 107-08 (59. kap.);
Ib (1852), 160, 171 (225. og 234. kap.).
15 Grágás (1992), 240 (Vígslóði 39. kap.). — Sbr. Grágás la (1852), 174 (98. kap.). — Grágás
11(1879), 341 (301. kap.).
16 Grágás (1992), 463-64. — Sbr. Grágás Ia (1852), 213-14 (117. kap.).